Fasteignasalan TORG kynnir:
Vönduð og björt fjögurra herbergja íbúð við sjávarsíðuna í Sjálandi í Garðabæ með glæsilegu óhindruðu sjávarútsýni.
Íbúðin er skráð 151,4 fm ásamt stæði í lokaðri bílageymslu.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og unnur@fstorg.isNánari lýsing:Langalína 33-35 stendur við sjóinn og er húsið byggt 2013. Húsið er steinsteypt hús á þremur hæðum með lyftu.
Íbúðin er skráð 151,4 fm og skiptist í þrjú svefnherbergi, gott opið alrými eldhúss, borðstofu, stofu og sjónvarpsstofu, baðherbergi, þvottahús innan íbúðar og geymslu.
Gólfhiti er í allri íbúðinni. Vandaður frágangur og fallegt efnaval.
Alrými:Eldhús er vandað með hvítri innréttingu og marmarastein á borðum. Flísar á gólfi.
Borðstofa er rúmgóð með stórum gluggum og útgengi á stórar yfirbyggðar svalir. Flísar á gólfi.
Stór og björt opin stofa ásamt sjónvarpsholi. Parket á gólfi.
Herbergi:Herbergi 1: Rúmgott svefnherbergi með fataherbergi. Útgengi út á yfirbyggða suðurverönd. Parket á gólfi.
Herbergi 2: Rúmgott herbergi með góðum skápum parket á gólfi.
Herbergi 3: Rúmgott herbergi með vandaðri rennihurð og því hægt að nota sem hluta af alrými eða sem herbergi. Útgengi út á góða suður og vestur verönd.
Baðherbergi er rúmgott og flísalagt, upphengt salerni, vönduð innrétting, sturta og handklæðaofn.
Þvottahús er innan íbúðar, innaf eldhúsi.
Bílageymsla:Sérmerkt stæði í lokaðri bílageymslu með hleðslustöð. Geymsla er staðsett innaf bílastæði, 12,7 fm.
Rúmgóð og björt fjögurra herbergja íbúð með óhindruðu sjávarútsýni í Sjálandi í Garðabæ.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og unnur@fstorg.is