Skráð 23. apríl 2022
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Villamartin

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
97 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
33.400.000 kr.
Fermetraverð
344.330 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Þvottahús
Lyfta
Bílastæði
Fasteignanúmer
40000019
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTTAR ÍBÚÐIR: GÆÐI, RÝMI, BIRTA* *VÖNDUÐ SAMEIGN – STUTT Í LA ZENIA BOULEVARD*

Glænýjar og vandaðar 3ja og 4ra herb. íbúðir á frábærum stað á La Zeniasvæðinu, stutt frá Villamartin, ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Ca. 20 mín göngufæri á fallega strönd og 15 mín. göngufæri í La Zenia Boulevard, nýju og flottu verslunarmiðstöðina. Stutt göngufæri í Los Dolces þjónustukjarnann, þar sem er gott úrval veitingastaða og verslana. Gróið og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast nýja og flotta íbúð á fínu verði í frábæru umhverfi.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, karl@spanareignir.is. GSM 893 2495

Nánari lýsing:

Um er að ræða nýbyggð lyftuhús með 3ja og 4ra herb. vel hönnuðum, rúmgóðum og björtum íbúðum. Hægt er að fá íbúðir með tveimur eða þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, góðri stofu/borðstofu og stóru eldhúsi með fallegri innréttingu. Hægt er að velja íbúðir á jarðhæð með sér garði, miðhæðum með góðum svölum eða á efstu hæð og þá meðsvölum og stórum þaksvölum. Falleg hönnun og vandaðar innréttingar. Glæsileg sameign sameiginlegum sundlauargarði. Góð leikaðstaða fyrir börnin. 
Íbúðir á efri hæðum hafa gott útsýni, ma. til sjávar.
Íbúðirnar afhendast með rafmagnstækum í eldhúsi, (ísskápur, ofn, helluborð, þvottavél, uppþvottavél, gufugleypir og örbylgjuofn).
Einnig eru íbúðirnar afhentar með aircon með bæði hita og kulda.


 Sér geymsla og stæði í lokuðu bílakjallara fylgja.
Falleg hvít  sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu er í stuttu göngufæri og hefur hún fengið BLUE FLAG viðurkenninguna. Þar eru fallegar gönguleiðir og skemmtilegt “promenaði” er meðfram ströndinni sem býður upp á skemmtilegar gönguferðir.

Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í örstuttu göngufæri, t.d. í Los Dolces og La Zenia Boulevard, sem ný og glæsileg miðstöð verslana, veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar. Alicante flugvöllur er í ca. 50 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. Stutt er í dýragarðinn í Elche.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glænýja og vandaða íbúð á frábærum stað, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega. Íbúðirnar eru tilbúnar og til afhendingar við kaupsamning og einnig er hægt að fá íbúðir á byggingarstigi til afhendingar á næstu mánuðum.
Verð:
3ja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi): frá 198.000 Evrum+kostn. (ISK. 27.700.000 gengi 1Evra/140 ISK)
4ra herb. íbúð (þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi): frá 239.000 Evrum + kostn. (ISK 33.400.000 gengi 1Evra/140 ISK)
Hægt er að velja tilbúnar íbúðir til afhendingar strax eða íbúðir í byggingu til afhendingar í febrúar til desember 2023.


Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sameiginlegur sundlaugargarður, þakverönd, sér garður, air con, bílakjallari, 
Svæði: Costa Blanca, Villamartin,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
40000019
Fasteignanúmer
40000019
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
http://www.eignir.isEignir í sölu

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Daya Nueva
SPÁNAREIGNIR - Daya Nueva
Spánn - Costa Blanca
86 m2
Raðhús
322
395 þ.kr./m2
34.000.000 kr.
Skoða eignina Frábær staðsetning Allt innifalið
Frábær staðsetning Allt innifalið
Spánn - Costa Blanca
80 m2
Fjölbýlishús
322
429 þ.kr./m2
34.300.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - La Zenia - NÝTT
SPÁNAREIGNIR - La Zenia - NÝTT
Spánn - Costa Blanca
87 m2
Fjölbýlishús
322
377 þ.kr./m2
32.800.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Villamartin - nýtt
Bílskúr
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Villamartin - nýtt
Spánn - Costa Blanca
102 m2
Fjölbýlishús
423
321 þ.kr./m2
32.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache