-Einbýli á einni hæð
-Timburverönd með heitum potti
-Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi
-Næg bílastæðiNýlegt og fallegt einbýlishús á einni hæð sem er skráð 127,9 fm samkvæmt HMS.
Innfelld lýsing í stofu, eldhúsi og gangi.
Flæðandi parket í alrými og herbergjum. Flísar á baðherbergjum, anddyri og þvottahúsi.
Öll herbergi með gólfsíðum gluggum.
Hvítar hurðar og engir þröskuldar.
Húsið er staðsett innst í botnlanga.
Upphitaðar steyptar tröppur liggja að útidyrahurð frá bílastæði.
Það er staðsteypt og nýmálað, klætt að hluta til með fallegri viðarklæðningu.
Viðargluggar með állistum.
10 fm óskráður geymsluskúr á lóð getur fylgt með.
Einstök eign á eftirsóttum stað.
Nánari upplýsingar veitir:
Ævar Jóhanns Lgf. s: 861-8827 / aj@palssonfasteignasala.is Nánari lýsing eignar:Gengið er inn í flísalagt
anddyri með skápum.
Þvottahús er þar á vinstri hönd með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og geymsluplássi.
Þaðan er gengið inn í stórt parketlagt
alrými með gólfsíðum gluggum sem rúmar hæglega borðstofu og sjónvarpsaðstöðu.
Útgengt er úr stofu út á
timburpall með heitum potti.
Eldhús tengist alrými og er með svartri spónlagðri innréttingu frá HTH. Ísskápur og uppþvottavél eru innfelld í innréttingunni og fylgja með. AEG bakaraofn er í vinnuhæð, AEG spanhelluborð og svartur háfur.
Svefnherbergin eru fjögur í svefnherbergisálmu.
Hjónasvítan er rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum og góðu skápaplássi. Sér baðherbergi er inn af svítunni, flísalagt á gólfi og vatnsálagsstöðum. Útbúið sturtu, handklæðaofni og upphengdu salerni.
Þrjú svefnherbergi eru parketlögð með gólfsíðum gluggum og eitt úbúið skápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með gólfsíðum gluggum. Sturtugler, svartur handklæðaofn, upphengt salerni og sérlega lekkert svört vaskinnrétting með flísalögðum vaski.
Geymsluskúr - 10 fm er á lóð.
Náttúruperlur á borð við Elliðaárvatn og Víðidal í göngufæri með öllum sínum göngu- og hjólaleiðum.
Heiðmörkin einnig skammt undan.
Grunnskóli og leikskóli í göngufæri. Matvöruverslun, golfhermir og önnur þjónusta rétt handan við hornið.
Dómus barnalæknar og Orkuhúsið í næsta nágrenni.
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.