Hraunhamar fasteignasala kynnir fallega þriggja til fjögurra herbergja endaíbúð á efstu hæð í góðu lyftufjölbýli vel staðsett við Bjarkavelli 1B í Hafnarfirði. Sér inngangur af svölum. Stutt er í alla helstu þjónustu, verslun, skóli og leikskóli, líkamsrækt, sundlaug og fleira. Íbúðin er laus við kaupsamning!
Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, stofa, borðstofa, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymsla og svalir. Auk þess er sameiginlegt þvottahús á hæðinni.
Nánari lýsing eignarinnar:Flísalögð
forstofa með fataskápum.
Björt
stofa og
borðstofa og þaðan er utangegnt út á rúmgóðar svalir.
Eldhús með smekklegri innréttingu, flísar á milli skápa og led-lýsing undir eldhússkápunum.
Flísalegt
baðherbergi með innréttingu, sturtuklefa og handklæðaofn.
Fínt
hjónaherbergi með fataskápum.
Barnaherbergi með fataskáp.
Geymsla með glugga, væri möguleiki að nýta sem herbergi e.t.v.
Í hæðinni er sameiginlegt
þvottahús, fyrir íbúa þessarar hæðar og hver er með stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Í kjallara er
sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Gólfefni eru harðparket og flísar.
Næg bílastæði við húsið og sameiginlegur garður/leiksvæði á bak við húsið.
Þetta er falleg íbúð, vel staðsett, stutt í þjónustu, matvöruverslanir, skóla, leikskóla, Ásvallalaug og íþróttasvæði Hauka.
Nánari upplýsingar veitir Glódís Helgadóttir löggiltur fasteignasali í s. 659-0510 eða glodis@hraunhamar.is
Skoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983
Hraunhamar, í fararbroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is