Miklaborg kynnir: Við Lambhaga 6 stendur fallegt og rúmgott 246,5 fm einbýlishús með 41 fm bílskúr. Húsið hefur fengið faglega endurnýjun og er í mjög góðu ástandi. Lóðin er 1.042 fm, gróðursæl og einstaklega friðsæl – með fallegri tjörn og góðu skjóli.
Húsið býður upp á fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi og björt rými á tveimur hæðum. Á efri hæð er víðsýnt og óvænt útsýni sem setur sérstakan svip á heimilið. Staðsetningin er sérlega aðlaðandi: stutt í golfvöll, gönguleiðir, leiksvæði og alla þá þjónustu sem hefur vaxið hratt á Álftanesi.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Nánari lýsing neðri hæðar: Forstofa: Komið inn í bíslag með flísum á gólfi og þaðan gengið inn í forstofu með gólfhita og fataskápum ögn innar. Svefnherbergi: 17 fm herbergi sem skipta mætti í tvö herbergi ef áhugi væri á því. Þvottahús: Innst í gangi austan meginn með kork á gólfi. Sturtuklefi er í fremri hluta og þvotthúsið innra. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara og skápaplássið er gott. Baðherbergi: Rúmgott með baðkari, upphengdri salernis- og bídet skál. Mikið skápapláss og gólfhiti. Stofa: Með parket, og marmara á gólfi fyrir framan arinn. Mjög bjart rými með stórum gluggum og gengið niður í flísalagða sólstofu sem hefur verið endurnýjuð en þar er hiti í gólfi. Borðstofa: Til hliðar við eldhús. Eldhús: Falleg hvít innrétting með stein í borðplötu. Góð tæki og háfur fyrir ofan helluborð. Mikið vinnupláss. Stæði fyrir uppþvottavél. Geymsla: Lokuð, undir tröppum að efri hæð. Bílskúr: Innangengt. Skráður 41,1 fm að stærð. Þar er lagnagrindin. Bílskúrshurð var einangruð fyrir ekki svo löngu síðan og aðgangur er að köldu lofti.
Efri hæð: Nýtt teppi var sett á tröppur fyrir stuttu. Gólfhiti er á efri hæð. Herbergi: Fjögur talsins og öll með nýlegum kvistum og fallegu parket á gólfi. Baðherbergi: Ný vegghengd salernisskál og innrétting. Sjónvarpshol: Með þakglugga og gegnt því er rými sem nýtist vel fyrir skrifstofu t.d. Þakgluggi þar einnig. Þetta er fagurt og vel endurnýjað fjölskylduheimili en samkvæmt ástandslýsingu seljanda var þakið endurnýjað á húsinu árið 2020. Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar að inntaki. Raflagnir endurnýjaðar á efri hæð hússins.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
225 | 260 | 179 | ||
225 | 187.1 | 156,9 | ||
225 | 192.7 | 182,9 | ||
225 | 194.6 | 156,9 | ||
225 | 203.6 | 169 |