Skráð 15. ágúst 2022
Deila eign
Deila

Miðdalur II

Jörð/LóðHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-271
46909 m2
Verð
39.500.000 kr.
Fermetraverð
842 kr./m2
Fasteignamat
5.140.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Fasteignanúmer
2331396
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Domusnova og Árni Helga fasteignasali hafa fengið í einkasölu áhugavert land í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða Miðdal II lóð nr. L199723 í Mosfellsbæ. 4,7Ha af landi skráðu ræktunarlandi. Aðkoma er frá Hafravatnsvegi. Mögulegt er að byggja einbýlishús og skemmu og stunda garðrækt eða aðra landbúnaðarstarfsemi á landinu. Athugið að myndir sýna umhverfið en ekki nákvæma staðsetningu lóðarinnar nema sú sem útlínur lóðar eru merktar inná.

Gatnagerðargjöld þarf ekki að greiða af nýbyggingum. Landið liggur sunnan Hafravatns í fallegu umhverfi og er í um eins kílómetra fjarlægð frá vatninu.  Gert er ráð fyrir að hægt sé að reisa íbúðarhús og skemmu sem tengist því veitukerfi sem fyrir er á svæðinu.  Líklega þarf að leggja um 300 metra af lögnum að þeim mannvirkjum sem fyrirhugað er að reisa á landinu en mögulegt kann að vera að aðilar sem lóðir eiga í nágrenninu sameinist um það. Landið býður uppá ýmsa möguleika og er vel staðsett stutt frá byggð. Nýir eigendur geta kannað möguleika á annars konar byggð á lóðinni en hér er gert ráð fyrir.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Árni Helgason
Árni Helgason
Löggiltur Fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache