Fasteignaleitin
Skráð 19. jan. 2024
Deila eign
Deila

Strandgata 15

Tví/Þrí/FjórbýliVestfirðir/Patreksfjörður-450
169.5 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
40.900.000 kr.
Fermetraverð
241.298 kr./m2
Fasteignamat
42.250.000 kr.
Brunabótamat
76.200.000 kr.
Mynd af Steinunn Sigmundsdóttir
Steinunn Sigmundsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1928
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2124069
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað fyrir c,a 10 árum
Raflagnir
Þarfnast lokafrágangs
Frárennslislagnir
Endurnýjað að hluta
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir fyrir c.a 10 árum
Þak
Lekur ekki
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Lóð
0
Upphitun
Fjarvarmi
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Múrviðgera þarf húsið að utan eða klæða það.
Búið er að teikna upp nýjar tröppur þar sem erfiðlega gekk að fá múrara til að laga þær sem eru við húsið í dag.
Gallar
Leki kemur frá svölum/svalahurð á efri hæð, eigendur eru ekki 100% viss en það lekur inn í forstofun á miðhæðinni.
Gat var gert í loftið í eldhúsi til að stöðva leka í sturtu á efstu hæð.
Laga þarf sturtu á miðhæð vegna leka inn í eldhúsið.
 
Strandgata 15A er einstaklega fallegt hús sem er byggt í Nýbarroksstíl. 

Húsið er byggt árið 1928, TVÆR ÍBÚÐIR eru í húsinu á sitthvoru fastanúmerinu.  SAMTALS ER HÚSIÐ 249,5 fm.

Efri hæðin er skráð á fnr. 212-4069 hún er 169,5 fm. Fasteignamat 2024 er 42.250.000
jarðhæðin er skráð á fnr. 212-4068 hún er 80 fm. Fasteignamat 2024 er 19.850.000


* ATH allar framkvæmdir í húsinu hafa verið unnar í samráði við Gunnlaug Björn Jónsson Arkitekt á Arkitektastofu Ginga.

Búið er að teikna upp allar framkvæmdir og fá leyfi fyrir þeim öllum!

Árið 2013-2014 var efri hæðin endurnýjuð nánast frá A til Ö. 
Innra skipulagi hússins var breytt og húsið fært í nútímalegri stíl að innan með því að opna upp rýmin. Eldhúsið - Borðstofan og Stofan eru í opnu rými, eigendur bættu við baðherbergi á hæðina og einnig er 1 svefnherbergi.
Gamli stiginn fékk að halda sér sem setur sinn sjarm á húsið.
Efri hæðin var einnig endurnýjuð og skipulagi breytt, í dag eru 3 mjög rúmgóð svefnherbergi, stórt fataherbergi (sem getur auðveldlega verið herbergi nr 4) og innangengt á stórt aðal baðherbergi frá fataherberginu.
Einnig er háaloft sem búið er að einangra og mætti nýta sem svítu fyrir unglinginn / Sjónvarpshol / Gestaherbergi.

Næst á dagskrá var svo að fara í að múra húsið að utan og endurbyggja tröppurnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og teikningum.

Nánari lýsing á eigninni;
Gengið er upp steyptar tröppur á miðhæð hússins, erfiðlega hefur gengið að fá múrara til að laga tröpurrnar en nú hafa eigendur látið teikna upp nýjar tröppur.

Forstofan er flísalögð að hluta en lokafrágang vantar í forstofuna vegna þess að koma þarf í veg fyrir leka frá svölum/svalahurð á efri hæð svo hægt sé að klára að gera upp forstofuna.
Frá forstofu er gengið inn í hol, þar er gamli fallegi stigginn upp á efri hæðina.
Á aðal hæðinni er svo sérlega rúmgott eldhús með sérsmíðuðum skápum frá Fríform. Opið er á milli eldhús, borðstofu og stofunnar.
Eldhúsið er með stórri eyju sem hægt er að sitja við, vínkælir, tvöfaldur ísskápur og stórt helluborð. Gott vinnupláss og mikð af skápa og skúffuplássi.
Borðstofan og Stofan eru opnar, stórir gluggar gefa hæðinni einstakt yfirbragð.
Baðherbergi/þvottahús er á hæðinni. Þar er innrétting fyrir þvottavél og þurkara í vinnuhæð, skolvaskur og skápa. Upphengt salerni og innrétting með vask og sturta. 
Gestaherbergi er einnig á hæðinni.
Harðparket er á öllum gólfum að frátöldu baðherbergi.

Efsta hæðin;
Gamli stiginn nýtur sín vel í uppgerðu húsinu. 
Uppi eru 2 rúmgóð barnaherbergi.
Hjónasvítan er í dag með innangengt í rúmgott fataherbergi og þaðan er svo gengið inn á rúmgott baðherbergi með hornbaðkari, Walk in sturtu, upphengt salerni og innrétting með hans & hennar vask. Þakgluggi er á baðherberginu og flísar eru á gólfi og veggjum við bað og sturtu.
Gengið er út á steyptar svalir frá stigapalli, en dásamlegt útsýni er út á sjó.
Hurð liggur uppá háaloftið, það er allt einangrað og klárt fyrir loftaþiljur eða plötur. Þarna mætti útbúa bæði sjónvarpshol og gestaherbergi en gluggi er á sitthvorum gaflinum.

Þetta er einstakt hús sem hefur fengið mikið viðhald, búið er að skipta um flest alla glugga í húsinu, búið er að endurnýja rafmagnið að mestu leyti, en lokafrágang í rafmagnstöflu vantar.
Síðasti áfanginn í uppgerð á húsinu er að að klára að laga það að utan svo hægt sé að gera upp íbúðina á neðri hæðinni.
Aukaíbúð / Leigutekjur eru sannkölluð búbót með neðri hæðinni. Íbúðin er með heldur hærri lofthæð en gengur og gerist.

Húsið hefur verið kallað nokkurum skemmtilegum nöfnum í gegnum tíðina enda lifað tímana tvenna. Þó ber hæðst nöfnunum, Sigga meistarahúsið, Fíni Steinninn & Höllin.



Á jarðhæð er svo sér íbúð með sér inngang. Íbúðin er 80 fm. Ásett verð 10.900.000
Búið er að gera íbúðina fokhelda og það má segja að hún sé auður strigi fyrir nýja kaupendur.
Eigendur eru búnir að fjarlægja þá veggi sem mátti taka til að opna íbúðina betur í samráði við Ginga Arkitekt.
Frábært tækifæri til að innrétta 3 herbergja íbúð og fá þannig leigutekjur !
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
30/08/20136.250.000 kr.4.500.000 kr.169.5 m226.548 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bjarkargata 3
Bílskúr
Skoða eignina Bjarkargata 3
Bjarkargata 3
450 Patreksfjörður
172.2 m2
Einbýlishús
716
249 þ.kr./m2
42.900.000 kr.
Skoða eignina Seljalandsvegur 12
Seljalandsvegur 12
400 Ísafjörður
145.1 m2
Parhús
514
289 þ.kr./m2
42.000.000 kr.
Skoða eignina Strandgata 7
Skoða eignina Strandgata 7
Strandgata 7
410 Hnífsdalur
156.3 m2
Einbýlishús
625
262 þ.kr./m2
40.900.000 kr.
Skoða eignina Skólastígur 28
Bílskúr
Skoða eignina Skólastígur 28
Skólastígur 28
340 Stykkishólmur
125.2 m2
Fjölbýlishús
34
329 þ.kr./m2
41.200.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin