Fasteignaleitin
Skráð 10. apríl 2024
Deila eign
Deila

Miðtún TIL SÖLU / LEIGU 13

EinbýlishúsVestfirðir/Tálknafjörður-460
252.6 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
54.900.000 kr.
Fermetraverð
217.340 kr./m2
Fasteignamat
39.600.000 kr.
Brunabótamat
101.550.000 kr.
Mynd af Steinunn Sigmundsdóttir
Steinunn Sigmundsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1976
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2124439
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Sagt í lagi
Frárennslislagnir
í lagi
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir að hluta
Þak
upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sólpallur
Upphitun
Rafmagns
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Lokafrágang vantar eftir að ný bílskúrshurð var sett í sl. sumar, gap er á milli gólfs og hurðar sem þarf að laga.
Gallar
Seljandi skipti út nokkurum nöglum í þaki eftir slæmt slagviðri síðasta vetur, en þá lak inn í stofu.
Uppþvottavél í eldhúsi fylgir með en hún er upprunaleg frá því að eldhúsið var endurnýjað.
Gat er í borðplötu í eldhúsi, en gert var ráð fyrir sápuskamtara sem ekki var settur í, hægt er að kaupa sápuskamtara.
þegar að baðherbergið á neðri hæð var tekið í gegn sáu eigendur rakabólu á veggnum á milli blöndunartækja og veggsinns frammá gangi. Sennilega lak frá gömlu blöndunartækjunum.
Nýleg bílskúrshurð er í bílskúr sem sett var upp af iðnaðarmönnum, lokafrágang vantar þó til þess að þétta hurðina.
TIL LEIGU FRÁ 1 APRÍL 2024.

EIGENDUR SKOÐA ÖLL SKIPTI ✅
LAUST TIL AFHENDINGAR 1. MARS ✅

Þetta stórglæsilega einbýlishús er til leigu frá 1 MARS. Leiguverðið er 400.000 á mánuði + hiti & rafmagn.


VISSIR ÞÚ:
Að vistun milli kl. 08:00-14:00 er GJALDFRJÁLS Í LEIKSKÓLANN fyrir börn með lögheimili í Tálknafjarðarhreppi & ALDURSTAKMARKIÐ ER BARA 12 MÁNAÐA?

Tálknafjörður er einstaklega framsækin bær þar sem fjölskyldufólk er í forgrunni. Grunn & leikskólinn er frábær í þessu litla bæjarfélagi.



ELDHÚSIÐ ER MEÐ ÞEIM FLOTTARI; engu var til sparað þegar að það var tekið í gegn fyrir nokkrum árum.
Eldhúsið var stækkað með því að byggja yfir svalir sem voru áður á húsinu, í dag er stór gluggi eftir endilöngu eldhúsinu og til hliðanna þannig að útsýnið er óskert út á fjörð.
Öll tæki eru frá Miele og Gorenje, granít steinn er á borðum og innréttingin er frá Eirvík. Borðkrókurinn er mjög rúmgóður.

* Búið er að endurnýja baðherbergið sem er glæsilegt með stórri "walk inn" sturtu
* Upptekin loft eru í stofunni ásamt nýrri kamínu
* Tvöföld rennihurð var sett í stofu til að ganga út á stóran sólpall sem snýr í suður.  
* Búið er að endurnýja flesta glugga á efri hæðinni
* Neðri hæðin var endurnýjuð á síðasta ári
* Gólfhiti var settur í alla neðri hæðinna ásamt nýju gólfefni og hurðum
* Ný bílskúrshurð
* Stór og barnvænn garður

** ÞETTA ER EINSTAKLEGA FALLEGT HÚS SEM HEFUR VERIÐ MIKIÐ ENDURNÝAÐ SL. ÁR **
Húsið sjálft er 209,9 fm og bílskúrinn er 42,7 fm. Samtals eru þetta 252,6 fm.
- Tilvalið væri að breyta húsinu í gistiheimili þar sem lítið mál er að fjölga herbergjum í húsinu með því að nýta efri hæðina betur.



Lýsing á eigninni;
Gengið er inn í flísalagða forstofu með hita í gólfi, nýlegur skápur með rennihurðum.
Salerni með klósett og vask.
Fallegt parket er á holi, stofu og eldhúsi.
Eldhúsið er STÓRGLÆSILEGT og þar var engu til sparað! Hvít innrétting frá Eirvík með nægu skúffu og skápaplássi, Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í eldhúsi en einnig er tækjaskápur með rennihurð. hvít granít steinplata á borðum. Öll tækin eru frá Miele og gorenje, innbyggð uppþvottavél og gashelluborð fylgja í eldhúsi. Loftin eru niðurtekin að hluta með innfelldri lýsingu, einnig eru hljóðplötur í lofti. Hiti er í gólfi og rúmgóður borðkrókur er í eldhúsinu með útsýni óskert út á fjörð. Gengið er úr eldhúsinu inn í ágætis búr, þar eru hillur og innrétting. Inn af búrinu er svo gengið inn í Bílskúrinn. 
Stofan er opin og rúmgóð, upptekin loft með falskri lýsingu. Búið er að koma fyrir stórri rennihurð sem sameinar sólpallinn og húsið á góðum sumar dögum. Eigendur settu kamínu í stofuna sem setur punktinn yfir þessa glæsilegu eign.
- Veglegur stigi er niður á neðri hæð hússins, þar eru 5 rúmgóð svefnherbergi, aðal-Baðhernergið, þvottahús og annað sjónvarpshol fyrir börnin.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott og einkar sjarmerandi með tvöföldu fataherbergi / hans&hennar.
4 rúmgóð barnaherbergi, öll með parket á gólfi og gólfhita.
Þvottahúsið er með flísum á gólfi og ágætis innréttingu, þaðan er hægt að ganga út í garð. 
Aðal- Baðherbergið var nýlega endurnýjað og flísalagt með hita í gólfi, stór "walk inn" sturta með innbyggðum tækjum og stóru gleri, upphengt salerni og innrétting með vask.
Auka sjónvarpshol fyrir börnin er á neðri hæðinni.
Innangent er í Bílskúrinn frá eldhúsi/búri. Hann er  fm 42,7 fm. Sett var ný Bílskúrshurð (töluvert stærri en sú gamla) ásamt nýjum bílskúrshurðaopnara frá Héðinshurðum. Hún var sett í sl. sumar ásamt því að bílskúrinn var málaður að innan.
Bílastæðið er steypt og stór og gróinn garður er umhverfis húsið.

Garðurinn er stór og skjólsæll, nýr sólpallur er í garði ásamt sykurpúða-grillaðstöðu, litlum kofa og rólum.

Þetta gullfallega hús stendur yst í lokuðum botnlanga-fyrir neðan götu og því lítil umferð framhjá húsinu, stutt er í græna náttúruna.

ATH að möguleiki er að fá hluta af innbúi/húsgögnum keypt með fasteigninni!

Nánari upplýsingar um leik & grunnskólann á Tálknafirði Sjá nánar: 
Heildstætt skólastarf - Leikskólastarf (talknafjardarskoli.is)
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/01/201917.650.000 kr.38.500.000 kr.252.6 m2152.414 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Helluhóll 12c
Bílskúr
Skoða eignina Helluhóll 12c
Helluhóll 12c
360 Hellissandur
213 m2
Raðhús
413
270 þ.kr./m2
57.500.000 kr.
Skoða eignina Fjarðargata 16
Skoða eignina Fjarðargata 16
Fjarðargata 16
470 Þingeyri
205 m2
Einbýlishús
716
259 þ.kr./m2
53.000.000 kr.
Skoða eignina Hjarðartún 12
65 ára og eldri
Skoða eignina Hjarðartún 12
Hjarðartún 12
355 Ólafsvík
239.6 m2
Einbýlishús
1128
225 þ.kr./m2
54.000.000 kr.
Skoða eignina Miðstræti 7
Bílskúr
Skoða eignina Miðstræti 7
Miðstræti 7
415 Bolungarvík
264.1 m2
Einbýlishús
835
216 þ.kr./m2
57.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache