BYR fasteignasala kynnir TJALDHÓLAR 19, Selfossi í sölu. Fjögurra herbergja parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr, innarlega í botnlanga í grónu hverfi á Selfossi. Ýtið hér fyrir staðsetningu.
Stutt er í alla almenna þjónustu s.s. grunnskóla og leikskóla og útivistasvæði, opið svæði er aftan við húsið.
HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING. Skipulag eignar: Anddyri, gangur, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr og geymsla.
Skráning eignarinnar hjá Þjóðskrá Íslands:
Stærð: Íbúð 115 m², bífreiðageymsla 33,8 m² og geymsla 8 m² samtals 156,8 m²
Brunabótamat: 69.650.000kr.
Fasteignamat: 73.400.000 kr.
Byggingarár: 2005
Byggingarefni: Steypa
Nánar um eignina:
Anddyri með fataskáp og skóskáp.
Stofa, eldhús og borðstofa eru saman í opnu
alrými. Útgengt er frá borðstofu út á timburverönd.
Eldhús með eyju, möguleiki er á að sitja við eyju. Helluborð á eyju, háfur, ofn í vinnuhæð, ísskápur og uppþvottavél geta mögulega fylgt.
Svefnherbergin eru þrjú. Hjónaherbergi með fjórföldum fataskáp. Tvö barnaherbergi bæði með tvöföldum fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Vask innrétting, veggskápar, sturta, baðkar og vegghengt salerni.
Þvottahús með vinnuborði, pláss er fyrir tvær vélar fyrir neðan borð. Innangengt er í bílskúr í gegnum þvottahús.
Bílskúr, rafmagnshurðaopnari er á hurð, milliloft. Inntak hita og rafmagns er í bílskúr, gönguhurð er á bílskúr að stétt framan við hús.
Geymsla er innaf bílskúr, fataskápur, útgengt er út í bakgarð úr geymslu.
Gólfhiti er í allri eigninni, hitastýringar á veggjum.
Gólfefni: Harðparket er á gangi, stofu, borðstofu, eldhúsi og svefnherbergjum. Flísar á anddyri, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu.
Húsið er byggt árið 2005 steinsteypt með stimplaðri múrsteinsáferð, parhús á einni hæð. Járn á þaki. Hellulagt er í aðkomu og bílaplani fyrir framan húsið.
Möl er í bílaplani, steypt stétt liggur að húsinu, mynstursteypt stétt er framan við húsið og sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur.
Timburverönd liggur framan við húsið til suðurs og til austurs. Lóðin er gróin með tjárgróðri, lítið gróðurhús er í bakgarði. Opið svæði er aftan við húsið.