Fasteignaleitin
Skráð 27. apríl 2024
Deila eign
Deila

Silungakvísl 12

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Árbær-110
398.7 m2
12 Herb.
6 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
235.000.000 kr.
Fermetraverð
589.416 kr./m2
Fasteignamat
185.900.000 kr.
Brunabótamat
176.400.000 kr.
Mynd af Ólafur H. Guðgeirsson
Ólafur H. Guðgeirsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1983
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2043373
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ástand ekki vitað
Raflagnir
Ástand ekki vitað
Frárennslislagnir
Ástand ekki vitað
Gluggar / Gler
Ástand ekki vitað
Þak
Ástand ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Svalir frá stofu
Upphitun
Ofnar, ástand ekki vitað
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Seljandi vill vekja athygli á því að undir innkeyrslunni í bílskúrinn og bílskúrsgólfinu eru rými þar sem sýnileg merki eru um raka. Seljandi telur að niðurfall frá vaskinum í bílskúrnum og niðurfallið í bílskúrsgólfinu þar í horninu eigi þar einhverja sök. Eins hefur gengið erfiðlega að tryggja að vatn sem safnast á bílskúrsgólfið þegar snjór af bílnum bráðnar smiti ekki í gegnum sýnilega sprungu í bílskúrsplötunni. Sprungan var þétt fyrir nokkrum árum og virðist hún leki ekki lengur. Innkeyrslan að bílskúr var klædd, tjörguð og gjallborin fyrir allnokkrum árum og virðist sú aðgerð hafi skilað árangri. Yfirborðið er samt farið að slitna og sennilega tími kominn til þess að endurnýja yfirborðið. Í rýmunum þarna undir má víða sjá rakaummerki sem talin eru frá því að leki var til staðar en talin þurr núna.
 Sumir gluggar, umgjarðir og póstar, eru farnir að þreytast eins og eðlilegt er enda í flestum tilvikum upprunalegir.
Frábærlega staðsett á besta stað í Ártúnsholti bjart og vistlegt einbýlishús á tveimur hæðum með glæsilegu útsýni. Samtals birt stærð hússins er 398,7 fermetrar, neðri hæð skráð 201,2 fermetrar og efri hæð skráð 160,7 fermetrar auk 36,8 fermetra bílskúrs. Húsið er mjög rúmgott og hentar fyrir stóra fjölskyldu með stórar stofur á báðum hæðum, en hægt er nýta húsið sem eina íbúð eða auðveldlega hægt að skipta húsinu upp í tvær íbúðir sem báðar væru mjög rúmgóðar; húsið mun vera hannað með það í huga að tvær kynslóðir búi þar á sitt hvorri hæð. Eigendur tala um að staðsetning hússins bjóði uppá mikla kyrrð og næði þrátt fyrir að vera staðsett mjög miðsvæðis. Stuttar gönguleiðir í Ártúnsskóla og leikskóla, stutt í útivist í Elliðaárdal og skíðalyftuna í Ártunsbrekku.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is sem einnig sýnir eignina. Til að undirbúa kauptilboð þá er skynsamlegt að fá söluverðmat á þinni eign, þér að kostnaðarlausu. Hringið og ræðið málið í síma 663-2508.


Góð aðkoma er að húsinu með stórri innkeyrslu fyrir framan bílskúr, en einnig stæðum fyrir framan húsið þar sem er rými fyrir nokkra bíla. Tvær hleðslustöðvar fylgja húsinu, ein í bílskúr og önnur við bílastæði.
Aðalinngangur hússins er á götuhlið þess, við hlið bílskúrs, en gengið er upp nokkrar breiðar tröppur við hlið bílastæðis. Á götuhlið hússins er einnig sérinngangur að jarðhæð hússins, en gengið er niður tröppur við hlið aðkomu efri hæðar.

Þegar gengið er inn á efri hæðina er komið í rúmgóða flísalagða forstofu þar sem eru dyr í bílskúr til hægri, dyr að rúmgóðu forstofuherbergi og snyrting til vinstri. Snyrting er nýleg endurgerð, flísalögð með vegghengdu salerni. Stór fataskápur er í forstofu, veggur úr hleðslugleri í innri enda og hringstigi niður á neðri hæð hússins.
Í innri enda forstofu er rennihurð að rúmgóðu holi sem er opið að stofum. Úr holi er lítill gangur þar sem er rúmgott endurgert baðherbergi, fallega flísalagt með baðkari, sturtuklefa, vegghengdu salerni og innréttingu. Á sama gangi er hjónaherbergi, bjart og fallegt, með fataherbergi innaf, rennihurð fyrir fataherberginu og vandaðar hillur. Einnig er gengið úr holi í minna herbergi næst stofu.

Opið er úr holi í eldhús, sem er mjög rúmgott með hvítri og viðarlitaðri innréttingu, mikið skápapláss og vinnupláss. Eldhúsborð við nánast gólfsíðan glugga næst glervegg sem er á milli eldhúss og forstofu, bjart og fallegt rými.
Rennihurð er milli eldhúss og borðstofu. Korkur á eldhúsgólfi.

Borðstofa og stofur eru í einu samtengdu rými þar sem er mikil birta frá gluggum á heilum vegg og stórkostlegt útsýni yfir neðri hluta Elliðárdals og yfir Reykjavík. Stofurnar eru mjög rúmgóðar, bjartar og fallegar. Stórar svalir eru meðfram öllum gluggavegg stofunnar, dyr úr stofu út á svalir. Á gólfum í stofu er eikarparket sem einnig er á holi og herbergjum.

Opin og björt rými með stórum gluggum og miklu útsýni einkenna efri hæð eignarinnar, sem er einstaklega vistleg og fjölskylduvæn.

Opið er á milli efri og neðri hæðar með fyrrnefndum hringstiga í forstofu. Neðan stigans tekur við forstofa eða anddyri þar sem eru dyr út í garðinn, dyr inn í stórt leikherbergi og dyr inn í íbúðarhluta neðri hæðar. Leikrýmið er mjög rúmgott með gluggum að garði. Innaf leikrými eru geymslur, líkamsræktaraðstaða, sauna og salerni ásamt tæknirýmum hússins, en þar eru dyr út við hlið aðalinngangs í íbúð neðri hæðar.
Íbúðarrými neðri hæðar er skipulagt með svipuðum hætti og efri hæðin, með stofur fremst með gluggum að garði, dyrum úr stofu í garð, rúmgott eldhús með dyrum bæði að holi og borðstofu, þvottahús og geymsla frá holi, rúmgott hjónaherbergi frá holi, rúmgóð forstofa með fatahengi en stórir fataskápar á gangi innaf forstofu. Á ganginum er einnig rúmgott endurgert baðherbergi með göngusturtu, flísalagt að hluta, með innréttingu og vegghengdu salerni. Sömuleiðis er eitt aukaherbergi á ganginum. Falleg eikarparket, eins og á efri hæð, er á allri íbúðinni.
Hæðirnar eru í dag tengdar saman og íbúðirnar sömuleiðis, en auðvelt er að aðskilja íbúðina á neðri hæðinni með ýmsum hætti.

Bílskúr efri hæðar er rúmgóður, með gluggum og sjálfvirkum opnara. Innangengt úr forstofu íbúðar í skúrinn.

Garðurinn er stór og vel hirtur, nægt pláss fyrir þá aðstöðu sem nýir eigendur kjósa. Stór hellulögð stétt er framan við dyr úr fremri forstofu neðri hæðar, en þar munu vera til staðar lagnir fyrir heitan pott.

Mjög rúmgott hús, vandaður frágangur og mjög vel um það hugsað að því er séð verður. Miklir möguleikar fyrir til dæmis stóra fjölskyldu. Einstök staðsetning og útsýni.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
GötuheitiPóstnr.m2Verð
112
353.7
218,6
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache