ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina: Reykás 37, 110 Reykjavík, birt stærð 108.5 fm, íbúð 303.Um er að ræða fallega fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum í snyrtilegu fjölbýli við Reykás 37 í Árbæ.
Neðri hæð íbúðar skiptist í forstofu, baðherbergi, hjónaherbergi, stofu, eldhús, yfirbyggðar upphitaðar svalir sem ekki eru skráðar inn í fermetrafjölda eignarinnar og þvottahús.
Efri hæð skiptist í tvö svefnherbergi og opið rými, efri hæðin er að hluta til undir súð og gólfflötur því meiri en fermetrar segja til um.
** Búið að fara í miklar endurbætur á ytrabyrði hússins
** Þrjú svefnherbergi
** Einstaklega fallegt útsýni** Vel staðsett eignNánari upplýsingar veitir/veita:
Ásgeir Þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 7720102, tölvupóstur asgeir@allt.is Sigurjón Rúnarsson Aðstoðarmaður fasteignasala í síma, 771-9820, tölvupóstur sigurjon@allt.is Nánari lýsing eignar:
Forstofa hefur flísar á gólfi og stiga uppá efri hæð.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, hefur baðkar og sturtu, innréttingu með handlaug og salerni.
Eldhús hefur flísar á gólfi er með góða innréttingu, ásamt bakraofn og helluborði, opið inní yfirbyggðar svalir.
Yfirbyggðar svalir upphitaðar svalir með flísum á gólfi sem ekki eru skráðar inn í fermetrafjölda eignar. Einstaklega falleg útsýni.
Stofa: er opin og björt hefur flísar á gólfi.
Hjónaherbergi hef flísar á gólfi og fataskáp, útgengt á svalir.
Barnaherbergi eru tvö á efri hæð með parket á gólfi, hluti herbergja er undir súð og því stærri en fm fjöldi segir um.
Þvottahús hefur flísar á gólfi, aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, skolvask.
Sér geymsla í sameign hefur glugga, sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Umhverfi: Góð staðsetning, leik og grunnskóli í göngufæri, stutt er í fallega náttúru.
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.