Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Rimasíða 14 - vel skipulagt og mjög mikið endurnýjað 5 herbergja einbýlishús með rúmgóðum bílskúr á einni hæð á vinsælum stað í Síðuhverfi - stærð 175,1 m² að stærð, þar af er bílskúr skráður 46,8 m²
** Eignin hefur verið mjög mikið endurnýjuð á síðustu 15 árum, allar innréttingar, gólfefni, innihurðar, ný loftaklæðning, nýjar útidyrahurðar, ný opnaleg fög og nýtt gler, ný rafmagnstafla og endurnýjaðar raflagnir, nýjir hitaveitu ofnar, lagður gólfhiti í forstofu, eldhús, sjónvarpherbergi, baðherbergi og gang, lóð endurgerð, lagt nýtt dren að hluta o.fl.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, gang, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús en þar er annar inngangur inn í húsið.
Forstofa er með flísum á gólfi og opnu hengi.
Eldhús, flísar á gólfi og vönduð sérsmíðuð spónlögð eikar innrétting með stein á bekkjum og milli skápa. Mjög gott skápa- og bekkjarpláss. Stæði er í innréttingu fyrir amerískan ísskáp og uppþvottavél. Innfelld lýsing er í lofti og tvöföld hurð út á verönd.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými þar sem harð parket er á gólfi, innfelld lýsing í lofti og hurð út til suðurs á steypta verönd.
Svefnherbergin eru fjögur, þrjú innan íbúðar og eitt sem útbúið var innst í bílskúrnum. Harð parket er á gólfum í öllum herbergjum og í þremur þeirra eru spónlagðir eikar fataskápar.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, vönduð sérsmíðuð spónlögð eikar innrétting með flísalagðri bekkplötu, upphengt wc, hlaðin walk-in sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Innfelld lýsing er í lofti.
Sjónvarpsherbergi er með harð parketi á gólfi og sérsmiðaðri innréttingu. Gengið er í gegnum sjónvarpholið þegar farið er inn í þvottahús. Fellistigi er í loftinu upp á geymsluloft sem er yfir hluta íbúðar.
Þvottahús er í millibyggingu sem byggð var á árunum 2010 - 2011 milli íbúðarhúss og bílskúrs. Þar eru flísar á gólfum, hvít sprautulökku innrétting með vask og stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, handklæðaofn og hurð út á baklóð.
Lítil snyrting er inn af þvottahúsinu með flísum á gólfi, hvítri innréttingu, upphengdu wc og opnanlegum glugga.
Bílskúr er skráður 46,8 m² að stærð en er minni þar sem búið er að stúka af fjórða svefnherbergið, einfalt að taka niður veggina og þá verður orðið innangengt í bílskúrinn úr þvottahúsinu. Sér gönguhurð er á langhliðinni. Nýleg breið rafdrifin innkeyrsluhurð og lakkað gólf. Ljós sprautulökkuð innrétting og hillur. Geymsluloft er yfir öllum bílskúrnum.
Annað
- Stórt steypt bílaplan með hitalögnum í (lokað kerfi) er fyrir framan bílskúrinn.
- Steypt verönd með timburskjólveggjum er með hluta af vestur og suðurhlið hússins og er gengið út á hana bæði úr stofu og úr eldhús. Geymsluskúr er áfastur við veröndina.
- Önnur verönd er á baklóðinni á bakvið bílskúr, timbur verönd með timbur skjólveggjum og heitum potti. Pottastýring er í bílskúrnum. Við hliðina á veröndinni er geymsluskúr.
- Örstutt í verslunarmiðstöðina Norðurtorg ( Bónus, JYSK, apótek o.fl. ).
- Stutt í leik- og grunnskóla.
- Eignin er laus til afhendingar maí 2025
- Eignin er í einkasölu
Frekari upplýsingar veitir Bubbi 466 1600 / 862 0440 bubbi@kaupa.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.