Fjárfesting í skrifstofuhúsnæði með leigusamningi að hluta!
Til sölu glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Ármúli 32, 108 Reykjavík, alls 517,2 m².
Lyfta fyrir fatlaða er í sameignarstigagangi hússins. Sameignin er vönduð og snyrtileg. Gagnstétt er hellulögð og með upphitun.
Eign 0201, skrifstofuhúsnæði á 2. hæð, skráð 154,6 m². Skiptist í tvö stór vinnurými, eitt fundarherbergi, rúmgóða skrifstofu og kaffistofu með eldhúskrók. Á gólfum er lakkaður korkur. Gluggar eru á þrjá vegu. Óbein lýsing af bestu gerð og frábær hljóðvist. 2. hæðin selst með langtímaleigusamningi við seljanda, skv. nánara samkomulagi.
Eign 0301, skrifstofuhúsnæði á 3. hæð skiptist í móttökurými við inngang, þrjú stór fundarherbergi, opin vinnurými, og kaffistofu með eldhúsi. Svalir eru út frá kaffistofu. Tvær snyrtingar eru á hæðinni, önnur þeirra fyrir fatlaða. Á gólfum er olíuborinn korkur. Óbein lýsing af bestu gerð og frábær hljóðvist. 3. hæðin selst tóm og tilbúin til notkunar fyrir kaupanda. Góðar svalir eru út frá matsal/eldhúsi.
Eign 401, 50% hlutur í geymslulofti, rislofti, sem er skráð 107,2 m² að birtu flatarmáli. Grunnflötur rýmisins er um 300 m².
Við hönnun skristofuhúsnæðisins var lögð áhersla á að skapa þægilegt vinnurými sem tekur tillit til heilsu og umhverfis. Notaðar eru bestu fáanlegar loftaplötur til að tryggja góða hljóðvist.
Allur múr utan á húsinu var yfirfarinn, lagfærður og málaður 2019. Sedrusviðarklæðning sett á framhlið jarðhæðar 2020.
Gler sunnan megin er með sólvörn á ytra gleri.
Á síðustu 16 árum hafa lagnir í húsinu verið yfirfarnar og endurnýjaðar að miklu leyti.
Virðisaukaskattskvöð er á húsnæðinu.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Kristinsson löggiltur fasteignasali, 861 0511, magnus@jofur.is
Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, sem er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila af fasteignamati eða samkvæmt annarri upphæð sem sýslumaður ákveður hverju sinni. Greiði kaupandi hluta kaupverðs með láni, þá greiðir hann lánveitanda lántökugjald og skjalagerðarkostnað. Kaupandi greiðir allan kostnað við yfirtöku áhvílandi lána. Kaupandi greiðir þinglýsingu kaupsamnings, afsals og veðskjala og er kostnaður við það kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Kaupandi greiðir umsýslugjald til Jöfurs ehf. að fjárhæð kr. 77.500 ,-