RE/MAX og Magnús Filip Sævarsson, löggiltur fasteignasali, kynna nýjan og fallegan 138,3 fm, 4 herbergja sumarbústað með steyptri plötu í c.a. 45-50 mín frá höfuðborginni, nánar tiltekið í Kerhrauni, Grímsnes- og Grafningshreppi.Samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir 3 svefnherbergjum, inntaksrými, þvottahúsi, og baðherbergi ásamt gestasalerni. Stofa og eldhús eru sambyggð.
Eignin er samtals 138,3 fm og skiptist þannig að íbúðarhús er 125,1 fm og inntaksrými 13,2 fm. Eignin stendur á 5001 fm eignarlóð.
Eignin verður afhent fokheld að innan og klædd að utan með 2 mm álklæðningu og standandi bandsagaðri furu.
Húsið er með steyptri plötu og hita í gólfi (lokað kerfi). Gólfhitarör eru ísteypt en ótengd. Gluggar eru úr áli/tré. Þak á lágbyggingu er með þakdúk og hallandi þak með litað báruál á og þakkantar álklæddir.
Húsið er með sólpalli og búið er að setja lagnir fyrir pott.
Rotþró er komin og er lífræn hreinsistöð.
Rafmagnstöflur er komnar upp og lætur seljandi draga heimtaug í húsið en kaupandi mun sjá um að leggja raflagnir í húsi. Inntaksgjald fyrir rafmagn hefur verið greitt af seljanda.
Búið er að leggja kaldavatnslagnir að húsi en eftir að tengja út í götu. Inntaksgjald fyrir kalt vatn er greitt.
Lóð í kringum húsið verður grófjöfnuð og verður bílastæði jafnað og sett möl.
Árgjald í félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni er kr. 25.000 á ári.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Magnús Filip Sævarsson, löggiltur fasteignasali í síma 691-6434 eða magnus@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.