***Fallegt einbýlishús með möguleika á að útbúa aukaíbúð***
Medial ehf. og Jóna Benný Kristjánsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna til sölu snyrtilegt og vel staðsett einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr að Svalbarði 4, 780 Höfn í Hornafirði, fastanúmer 218-1351 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talin tilheyrandi lóðar- og sameignarréttindi. Eignin Svalbarð 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 218-1351, birt stærð 212,0 m2 - þar af er efri hæðin 106 m2, neðri hæðin 78,1 m2 auk bílskúrs 27,9 m2 að stærð. Húsið var byggt árið 1959.
Eignin er mjög vel staðsett í næsta nágrenni við grunnskóla og íþróttasvæði ásamt því sem stutt er í alla helstu þjónustu. Auðvelt er að útbúa séríbúð á neðri hæð hússins.
Steyptar tröppur liggja upp að inngangi eignarinnar og aðkoma að húsinu er einkar snyrtileg. Gengið er inn í bjartan teppalagðan stigagang.
Efri hæð:
Við efri stigapallinn er forstofuinnskot fyrir jakka og skó.
Tvö svefnherbergi eru á efri hæð, bæði mjög rúmgóð og nýlegur fataskápur er í öðru herberginu. Dúkur á gólfum.
Á baðherbergi eru flísar á gólfi, upphengt salerni, sturta og handklæðaofn.
Í eldhúsi er parket á gólfi og hvít innrétting, keramikhelluborð og ofn. Vifta nær alveg upp úr þaki.
Tvær samliggjandi stofur eru á hæðinni með parketi á gólfi auk þess sem parket er á holi.
Neðri hæð
Frá aðalinngangi er einnig hægt að komast niður teppalagðan stiga á neðri hæð hússins, en jafnframt eru inngangar á neðri hæð frá garði, bæði sunnan megin og vestan megin við húsið.
Þrjú herbergi eru á neðri hæð þar sem eitt af þeim er notað sem stofa í dag og hin tvö sem svefnherbergi. Í öðru svefnherbergjanna var áður eldhús og því eru allar lagnir til staðar til að útbúa eldhús þar að nýju. Parket er á gólfum svefnherbergjanna en dúkur í stofu.
Baðherbergi er með salerni og lítilli innréttingu með vaski.
Í þvottahúsi er málað gólf og inn af þvottahúsi er sturta.
Í forstofu til suðurs er dúkur á gólfi en í forstofu til vesturs eru flísar.
Bílskúr & bílskýli
Innangengt er í bílskúr frá neðri hæð hússins. Bílskúrinn er 27,9 m2, hátt er til lofts, tæpir 3 metrar og bæði er heitt og kalt vatn í bílskúr. Nýleg bílskúrshurð.
Við hliðina á bílskúr er hellulagt bílskýli (9,20m x 3,30 m) með góðri útigeymslu við enda skýlisins og er rafmagn í bílskýlinu og geymslunni. Útgengt er í garð sunnanmegin við húsið úr geymslunni. Þá er jafnframt geymsla undir stiganum upp í aðalinngang.
Garður/lóð
Góð og gróin lóð er í kringum húsið með nýlegum palli suðaustan megin í garðinum. Hellur eru meðfram húsi.
Endurbætur
Búið er að gera miklar endurbætur á húsinu. Að innan var húsið meira og minna tekið í gegn fyrir um fjórum árum síðan að sögn seljenda. Skipt var um allar neysluvatnslagnir á neðri hæð og settar eir lagnir auk þess sem lagnir á efri hæð voru yfirfarnar og taldar í góðu ásigkomulagi þar sem þær eru galvaniseraðar svo ekki sá á þeim. Allt rafmagn er nýtt og búið að skipta því á mæla milli hæða. Teppi var lagt á stigagang í byrjun árs 2020. Eldhús á efri hæð var tekið í gegn fyrir um fjórumu árum síðan og sett ný eldhúsinnrétting og eldhústæki. Allt parket á báðum hæðum er nýlegt. Baðherbergi beggja hæða voru tekin í gegn á sama tíma.
Að utan er búið að vinna múrviðgerðir á húsinu, hurðar og hluti af gluggum eru nýleg og gluggar almennt í góðu ástandi. Nýtt þak er á húsinu, alveg frá lofti og upp úr með nýrri einangrun. Nýlega var gerður pallur suðaustan megin í garðinum. Búið er að skipta um allar útihurðar.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Jóna Benný Kristjánsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 4771222 og á netfanginu jona@medial.is
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Medial beinir þess vegna þeim tilmælum til kaupenda að skoða eign vel áður en kauptilboð er gert og jafnframt að fá þar til bæra sérfræðinga til að ástandsskoða eignir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
05/10/2018 | 33.400.000 kr. | 37.000.000 kr. | 184.5 m2 | 200.542 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
780 | 174 | 65 | ||
700 | 183.2 | 65 |