Fasteignaleitin
Skráð 20. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Hjarðarlundur 4

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
131.7 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.900.000 kr.
Fermetraverð
682.612 kr./m2
Fasteignamat
70.300.000 kr.
Brunabótamat
57.900.000 kr.
Byggt 1973
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2147578
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Gott svo vitað sé
Raflagnir
Gott svo vitað sé
Frárennslislagnir
Gott svo vitað sé
Gluggar / Gler
Gott að mestu
Þak
Gott svo vitað sé
Svalir
Verönd með heitum potti
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Hjarðarlundur 4 

Um er að ræða fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt stakstæðum bílskúr. Eignin er samtals 131,7 fm. að stærð, þar af er bílskúr 36 fm. Búið er að útbúa tvö svefnberbergi í bílskúrnum ásamt baðherbergi. Góð verönd norðan, vestan og sunnan við hús. Heitur og kaldur pottur og geymsluskúr á lóð. 


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Geymsluloft er yfir hluta af íbúðinni, farið upp um fellistiga úr forstofu. Einnig er lagnakjallari/skriðkjallari undir húsinu sem nýtist sem geymsla.  
Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp með skúffum. Úr forstofu er farið uppá geymsluloft um fellistiga.
Eldhús er með parketi á gólfi, flísar milli efri og neðri skápa. Góður hornbúrskápur. Bakaraofn í vinnuhæð og stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu. Gott vinnupláss í eldhúsi. 
Stofa er björt með parketi á gólfi, kamína og hurð til vesturs út á verönd.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi. Stór fataskápur er í hjónaherbergi.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, ágætis innrétting við vask, sturtuklefi og opnanlegur gluggi. Stæði fyrir þvottavél og þurrka á baði. 

Bílskúr er skráður 36 fm. að stærð og hefur nú verið breytt í tvö svefnherbergi og baðherbergi. Gengið er inn um norðurhlið. Framan við bílskúr er hellulagt bílaplan. Breytingarnar í bílskúrnum hafa verið þannig gerðar að einfalt er að breyta til baka og jafnvel að útbúa eldhúsrými með lítilli fyrirhöfn og hafa möguleika á útleigueiningu. 

Annað:  
- Timbur verönd er með vestur og norðurhlið hússins. Skjólveggir eru sunnan við húsið sem og í kringum pall við vesturhlið hússins. Norðan við bílskúrinn er timburpallur og geymsluskúr auk stæða fyrir eldivið.  
- Heitur og kaldur pottur á timburverönd vestan við hús.
- Hiti er í stéttum í gönguleiðum við húsið (affall af húsinu).
- Lagnakjallari / skriðkjallari er undir húsinu.
- Geymsluloft er yfir hluta af húsinu.

Mjög vel staðsett einbýlishús á vinsælum stað á Brekkunni, stutt er í leik-, grunn- og framhaldsskóla og ýmsa aðra þjónustu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
21/07/202359.500.000 kr.88.200.000 kr.131.7 m2669.703 kr.
10/07/202070.300.000 kr.51.500.000 kr.131.7 m2391.040 kr.
09/06/201528.400.000 kr.33.000.000 kr.131.7 m2250.569 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1989
36 m2
Fasteignanúmer
2147578
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
13.000.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
BYGGÐ
http://www.byggd.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hafnarstræti 26c íbúð 205
Hafnarstræti 26c íbúð 205
600 Akureyri
130.1 m2
Fjölbýlishús
523
714 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Gilsbakkavegur 1a
Gilsbakkavegur 1a
600 Akureyri
148.8 m2
Einbýlishús
624
604 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Oddeyrargata 11
Skoða eignina Oddeyrargata 11
Oddeyrargata 11
600 Akureyri
131.4 m2
Einbýlishús
725
684 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Austurbrú 14
Bílastæði
Skoða eignina Austurbrú 14
Austurbrú 14
600 Akureyri
96.1 m2
Fjölbýlishús
21
905 þ.kr./m2
87.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin