Einstaklega vel skipulagt og fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á þessum vinsæla stað á Völlunum í Hafnarfirði. Skjólgóður sólpallur með heitum potti. Stórt bílaplan er fyrir framan húsið. Seljendur eru tilbúnir að skoða íbúð uppí á Höfuðborgarsvæðinu.
Húsið er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 209 fm. og þar af er innbyggður bílskúr 31,9 fm.
Nánar um eignina: Neðri hæðForstofa með góðu skápaplássi og flísum á gólfi.
Þvottahús er inn af forstofunni mjög rúmgott með glugga og flísum á gólfi. Innan úr þvottahúsi er innangengt í bílskúrinn.
Bílskúr einstaklega rúmgóður og bjartur sem býður upp á margvíslega nýtingamöguleika. Flísalagður með gólfhita og opnanleg fög í gluggum.
Eldhús rúmgott með góðu skápaplássi, eyja með eldunaraðstöðu, gufugleypir, rúmgóður borðkrókur, tengi fyrir uppþvottvél og flísar á gólfi.
Stofa rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum (speglagluggar) og flísum á gólfi.
Baðherbergi með sturtu, snyrtileg innrétting og flísalagt í hólf og gólf. Gott aðgengi er frá baðherberginu út á sólpall með heitum potti.
Stigi sem er flísalagður liggur upp á efri hæð hússins og setur skemmtilegan svip á neðri hæðina.
Efri hæðSjónvarpshol sem er mjög rúmgott með parketi á gólfi. Skv. teikningum var hluti rýmisins teiknað sem herbergi og er hægt að gera fjórða herbergið í húsinu.
Gangur með parketi og þaðan er útgengt út á
stórar svalir sem einnig er útgengt út á úr hjónaherbergi.
Hjónaherbergi rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Útgengt er út á
stórar svalir úr herberginu.
Svefnherbergi II með skáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi III með skáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi rúmgott með baðkari með sturtu aðstöðu, snyrtileg innrétting, gluggi og flísalagt í hólf og gólf.
Bílaplan fyrir framan húsið er hellulagt og gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum.
Sólpallur með heitum potti og gras er fyrir framan pallinn.
Húsið er afar vel staðsett framarlega á völlunum þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, leikskóla, skóla, sundlaug, íþróttamiðstöð og matvöruverslanir.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfaningu gudbjorg@trausti.is