Fasteignaleitin
Skráð 11. júlí 2025
Deila eign
Deila

Svínhagi L8 A

Jörð/LóðSuðurland/Hella-851
73000 m2
Verð
45.900.000 kr.
Fermetraverð
629 kr./m2
Fasteignamat
4.040.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Linda Björk Ingvadóttir
Linda Björk Ingvadóttir
Löggiltur fasteignasali
Fasteignanúmer
2354245
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Matsstig
0 - Úthlutað
Helgafell fasteignasala og Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali kynna 7,3 hektara útsýnis landspildu við Svínhaga L8 A í Krókahrauni. Sjón er sögu ríkari. 

Mikil náttúrufegurð með útsýni til allra átta, sést meðal annars í Heklu, Bjólfell, Búrfell og Þríhyrning. Landspildan er algjör perla með mikla möguleika. Stutt inná hálendið. Aðeins 1,5klst frá bænum. 

Jörðin er að stærstu leyti gróin en í miðju hennar er stór og þykk gróðurtorfa. Á suðaustur hluta jarðarinnar er lítt og ógróið sandorpið hraun. Kominn púði þar sem frístunda/gestahús er. Kalt vatn og rafmagn við lóðarmörk. 

Heimilt að byggja 2 íbúðarhús, 2 frístunda/gestahús auk annarra bygginga, m.a. til landbúnaðarnota. Nýtingarhlutfall 0,03, sem gerir allt að 2.200 fm. Sjá betur deiliskipulag hjá fasteignasala. Spildurnar eru eignalönd og er fólki frjálst að ráðstafa þeim og skipuleggja að vild. Byggingarleyfi fæst í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Það eru til teikningar.

Landsvæðið tilheyrir svæði Hekluskóga sem þýðir að hægt er að fá birkiplöntur til gróðursetningar án endurgjalds.

Þegar komið er að Svínhaga að sunnanverðu er farið inn á Rangárvallaveg (nr. 264) af Suðurlandsvegi austan Hellu. Vestan Gunnarholts er síðan farið inn á Þingskálaveg (nr. 268) sem liggur að Svínahaga. 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s. 868 7048 / linda@helgafellfasteignasala.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin