LIND FASTEIGNASALA KYNNIR: BJARTA OG VEL SKIPULAGÐA 4-5 HERBERGJA ÍBÚÐ Á 1.HÆÐ VIÐ HRAUNBÆ 32 Í REYKJAVÍK.
*** ÚTLEIGUHERBERGI Í SAMEIGN MEÐ SALERNIS OG STURTUAÐSTÖÐU ***
Nánari upplýsingar veitir Arinbjörn Marinósson löggiltur fasteignasali í síma 822-8574 eða á netfanginu arinbjorn@fastlind.is
Eignin skiptist í íbúðarhluta sem er 97,4 fermetrar, geymslu sem er 4,9 fermetrar auk 15,6 fermetra herbergi sem er í sameign með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi með sturtu og salerni sem tilvalið er til útleigu eða sem unglingaherbergi.
Frábær staðsetning í þessu vinsæla hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, eins og skóla, leikskóla, líkamsrækt, sundlaug, Íþróttafélagið Fylkir, verslanir og náttúruparadísina Elliðaárdal.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er 72.150.000
Framkvæmdir á húsi:
Húsið var nýlega tekið í gegn garðmegin og málað. Nýjir gluggar í allri íbúðinni (og í öllum íbúðum/gluggum sem snúa út í garð). Nýjar rennur og niðurföll á svölum.
Skipt var um þak fyrir ca 6 árum og hliðin sem snýr út að bílastæðum var tekin fyrir ca 10 árum.
Íbúðinni fylgir eitt merkt bílastæði og stór geymsla.
Í sumar var skipt um teppi á stigagangi.
Nánari lýsing:
Forstofan er parketlögð með eikar fataskápum.
Stofa og borðstofa, parket á gólfi, útgengt á svalir.
Eldhúsið er með korkflísum á gólfi og með góðu skápaplássi og borðkrók með glugga til vesturs.
Svefnherbergisgangur er parketlagður.
Barnaherbergi I, parket á gólfi, skápur með mjög góðu skápaplássi
Barnaherbergi II, parket á gólfi.
Hjónaherbergi, parket á gólfi, skápur með mjög góðu skápaplássi
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuhengi, innrétting.
Svalir vísa í vestur og ná kvöld sólinni mjög vel. Svalir þarfnast viðhalds
Garðurinn er í sameign og er gróinn og skjólgóður með leiktækjum. Auðvelt er að fylgjast með börnum í garðinum frá svölunum
Í sameign er útleiguherbergi, þar er salerni og sturtuaðstaða.
Sérgeymsla er í kjallara ásamt vagna og hjólageymslu.
Sérmerkt bílastæði.
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Sýn.