Fasteignaleitin
Skráð 10. júlí 2024
Deila eign
Deila

Snorrastaðir Skógarbrekka 5

SumarhúsSuðurland/Selfoss-806
57.8 m2
Verð
9.900.000 kr.
Fermetraverð
171.280 kr./m2
Fasteignamat
7.360.000 kr.
Brunabótamat
12.500.000 kr.
Mynd af Loftur Erlingsson
Loftur Erlingsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1950
Fasteignanúmer
2206508
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896 9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
Skógarbrekka 5, gamalt og úr sér gengið 57,8fm sumarhús á 4.880fm EIGNARLÓÐ á mjög fallegum stað í Giljareitum í landi Snorrastaða rétt hjá Laugarvatni. 
Húsið er byggt árið 1950 og skráð sem geymsla og hefur ekki verið nýtt til annars um all lagt skeið.
En lóðin er á mjög fallegum stað ofarlega í hlíðinni í Giljareitum, vaxin náttúrulegum birkiskógi, ösp, greni og reynitrjám og útsýni yfir Laugarvatn og Apavatn og fjallasýn til Heklu, Tindfjalla og Eyjafjallajökuls. 
Í Giljareitum er starfrækt öflugt félag sumarhúsaeigenda, þar er hitaveita til staðar og læst öryggishlið inn á svæðið. Samkvæmt skipulagsákvæðum má byggja hús á lóðinni allt að 100fm að stærð og auk þess gestahús eða geymslu allt að 25fm að stærð.
Aðeins er 5mín. akstur inn á Laugarvatn hvar finna má m.a. Fontana Spa, bensínstöð og matvörubúð, sundlaug og matsölustaði. Þá er svæðið í hálendisbrún landsins fyrir þá sem sækja í það, og stutt í stangveiði í Hólaá, Laugarvatni og Apavatni svo eitthvað sé nefnt. 
Sannkallaður draumastaður til að njóta frístunda. 

Athugið að á lóðinni við hliðina, Snorrastaðir Skógarbrekka 3,  er sumarhús í eigu sömu aðila einnig til sölu og því möguleiki á að fá þarna tvær eignir hlið við hlið. 


Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565    loftur@husfasteign.is  

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin