Fasteignaleitin
Skráð 17. apríl 2023
Deila eign
Deila

Auðbrekka 5

EinbýlishúsNorðurland/Húsavík-640
182.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
45.000.000 kr.
Fermetraverð
246.711 kr./m2
Fasteignamat
38.850.000 kr.
Brunabótamat
70.950.000 kr.
Byggt 1936
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2153518
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Vatnslagnir
þarf að skoða
Raflagnir
þarf að skoða
Frárennslislagnir
þarf að skoða
Gluggar / Gler
Þarf að skoða
Þak
endurnýjað að hluta árið 1987.
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Lögeign fasteignasala kynnir eignina Auðbrekka 5, 640 Húsavík. 

Auðbrekka 5 (Hvol) er fjögurra herbergja einbýlishús á tveimur hæðum, húsið er byggt úr steypu árið 1936 og er samtals 182,4 m2, þar af er 82,8 m2 viðbygging sem byggð er eftir á árið 1981. 
Húsið skiptist í forstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, stofu, baðherbergi,þvottaherbergi og geymslur.  Að utan er húsið timburklætt og með tvíhallandi þaki, eignin stendur á 726 m2 leigulóð. Hellulagt er fyrir framan hús og skjólveggur þar í kring. Malarbílastæði er við húsið.

Auðbrekka 5 er sérlega vel staðsett eign í nokkurri fjarlægð frá öðrum eignum og með góðu útsýni yfir bæinn flóann.  


Efri hæð:
Forstofa: gengið er inn í parketlagða forstofu með fataskáp. Inn af forstofu er svefnherbergisgangur á hægri hönd ásamt baðherbergi og eldhús á vinstri hönd. 
Þrjú svefnherbergi: tvö svefnherbergi eru parketlögð og eitt svefnherbergi með flísum á gólfi. Inn af hjónaherberginu er búið að útbúa fataherbergi með góðu skápaplássi. Tvö herbergjanna eru á herbergisgang en eitt herbergi er við hol fyrir framan eldhús.
Baðherbergi: er með parketi á gólfi og hvítum flísum á veggjum, sturtubaðkari, frístandandi klósetti og viðarlitaðri vaskainnréttingu með efriskápum. 
Eldhús: Er með hvítri innréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa. Borðkrókur er við eldhúsið með fallegu útsýni yfir bæinn.
Hol: inn af eldhúsi er flísalagt hol, í holi er eitt svefnherbergi og hringstigi niður í rúmgóða stofu. 
 
Neðri hæð: 
Stofa: er flísalögð og sérstaklega rúmgóð,  með stórum gluggum með góðu útsýni yfir bæinn.
þvottaherbergi:/geymsla: bæði rýmin eru flísalögð, í þvottaherbergi er frístandandi klósett, vaskur og tengi fyrir þvottavél, einnig er stigi upp á efri hæð þar sem komið er upp í hjónaherbergi. sér útangur er úr geymslunni útá verönd. Geymslan er hólfuð niður í um þrjú herbergi.
verönd: í kríngum húsið er snyrtilegt, malar bílaplan með steyptum gangstíg upp að húsinu og hellulagt fyrir framan hús með timburskjólvegg. 12 m2 Geymsluskúr er fyrir framan húsið. 

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1981
82.8 m2
Fasteignanúmer
2153518
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
35.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Lögeign
https://www.logeign.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Norðurgata 4b íbúð 301
Norðurgata 4b íbúð 301
580 Siglufjörður
154.5 m2
Fjölbýlishús
715
291 þ.kr./m2
44.900.000 kr.
Skoða eignina Hvanneyrarbraut 52
Bílskúr
Hvanneyrarbraut 52
580 Siglufjörður
179.4 m2
Einbýlishús
624
250 þ.kr./m2
44.900.000 kr.
Skoða eignina Hafnargata 8
Skoða eignina Hafnargata 8
Hafnargata 8
580 Siglufjörður
139.6 m2
Einbýlishús
413
329 þ.kr./m2
45.900.000 kr.
Skoða eignina Hávegur 34
Skoða eignina Hávegur 34
Hávegur 34
580 Siglufjörður
123.5 m2
Hæð
413
347 þ.kr./m2
42.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin