Fasteignaleitin
Skráð 18. okt. 2024
Deila eign
Deila

Ásvegur 8

SumarhúsVesturland/Borgarnes-311
52.4 m2
3 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
32.500.000 kr.
Fermetraverð
620.229 kr./m2
Fasteignamat
23.950.000 kr.
Brunabótamat
27.250.000 kr.
Mynd af Hrannar Jónsson
Hrannar Jónsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1993
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2110737
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Verönd
Lóð
100
Upphitun
Rafmagn og hitakútur
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Virkilega fallegt og vel við haldið sumarhús á eignarlóð með miklu útsýni í landi Galtarholts í Borgarfirði.

Helstu eiginleikar eignarinnar eru mikið útsýni, er á lokuðu sumarhúsasvæði, þrjú svefnherbergi og svefnloft, eignarlóð, mikill trjágróður, er í mjög góðu viðhaldi, búið að skipta um hluta glers og fylgir með nýtt tilsniðið gler til að klára öll útskipti á þeim rúðum sem móða er komin í.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax!

Birt stærð eignar eru 52,4 fm.

Húsið stendur á 6200 fm eignarlóð.

Nánari lýsing:
  • Forstofa með fatahengi og parket á gólfi.
  • Baðherbergi með sturtuklefa, wc, vaskur, innrétting og timburgólfi.
  • Svefnherbergi með einni og hálfri breidd í rúmi og koju uppi, timburgólf.
  • Svefnherbergi með tveimur einbreiðum rúmum og timburgólfi.
  • Svefnherbergi með koju, svefnpláss fyrir tvo og timburgólfi.
  • Svefnloft með tveimur einbreiðum rúmum og hægt að hafa dýnur til viðbótar á gólfi, góður gluggi og pergóparket á gólfi.
  • Alrými með eldhúskrók með litlum ísskáp, eldavél með ofni og uppþvottavél, lítil innrétting með hirslum, vinnupláss og vaskur.
  • Í alrými er einnig matarborð, góðir sófar og hægindastólar ásamt sófaborði, parket á gólfi.
  • Hurð er út á veröndina sem nær nánast allan hringinn um sumarhúsið og eru garðhúsgögn til staðar.
  • Góður geymsluskápur er við bakhlið hússins.
  • Fallegur göngustígur frá bílastæði að húsinu.
  • Lóð er mjög gróin og ósnortin, gott berjaland á lóð í góðu berjaárferði.

Rekstrarkostnaður 2024 var:
Fasteignagjöld, árgjald = 138.811 kr.
Sumarhúsafélag, árgjald = 20.150 kr.
Tímabundið framkv.gjald sumarhúsafélag, árgjald = 50.150 kr.
Vatnsveitan, kalt vatn, árgjald = 56.844 kr.
Brunatrygging og innbú, árgjald = 75.000 kr.
Rafmagn, síðasta árið = 133.000 kr.

Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.


 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
25/11/20106.640.000 kr.5.450.000 kr.52.4 m2104.007 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Mýrarholt, 22 eignarl
Mýrarholt, 22 eignarl
311 Borgarnes
67.6 m2
Sumarhús
412
501 þ.kr./m2
33.900.000 kr.
Skoða eignina Múlabyggð 15
Skoða eignina Múlabyggð 15
Múlabyggð 15
311 Borgarnes
71.5 m2
Sumarhús
312
460 þ.kr./m2
32.900.000 kr.
Skoða eignina Selsás 9
Skoða eignina Selsás 9
Selsás 9
311 Borgarnes
59.8 m2
Sumarhús
413
535 þ.kr./m2
32.000.000 kr.
Skoða eignina Tannalækjarhólar Austur 1
Tannalækjarhólar Austur 1
311 Borgarnes
68.6 m2
Sumarhús
312
481 þ.kr./m2
33.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin