Fasteignaleitin
Skráð 7. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Reykjavíkurvegur 27

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
154.7 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
102.900.000 kr.
Fermetraverð
665.158 kr./m2
Fasteignamat
96.450.000 kr.
Brunabótamat
69.950.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1925
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2078584
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar að hluta.
Gluggar / Gler
Ekki vitað.
Þak
Í lagi að því best er vitað.
Svalir
nei.
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
- Setja þarf þakrennur á efri hæð beggja megin hússins.
- Leki hefur komið fram ofan við glugga í hjónaherbergi í viðbyggingu. 
- Eldra hús. Fasteignamiðlun mælir ávalt með að kaupendur fái fagaðila til að gera ástandsskoðun.

 
Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna 154,70fm, 7 herbergja einbýlishús á 3 hæðum að Reykjavíkurveg 27, 220 Hafnarfirði. Eignin skiptist í 3 hæðir, aðalhæð, kjallara og ris. Byggt var við suðvesturgafl hússins árið 2002 að lóðarmörkum ásamt því að framlengja þakkvistum samsvarandi. Heildar stækkun uppá 36,7fm. Húsið er steinsteypt með steyptum kjallara, sökklum og botnplötu. Húsið er klætt með bárujárni. Þak og kvistir eru úr timbri, klætt með bárujárni. Viðbygging: Sökklar og botnplata er úr járnbentri steinsteypu. Veggir eru timburveggir, klæddir með samskonar klæðningu og á eldra húsi. Þak og kvistir eru úr timbri, klætt með samskonar klæðningu og á eldra húsi. Húsið einkennist af fallegum og sjarmerandi rýmum á aðalhæð. Nýlega er búið að fjarlægja veggstubb og sameina þá stofu, borðstofu og eldhús í eitt flæðandi bjart og opið rými. Við enda stofu til vesturs er gengið í viðbygginguna sem er nýtt í dag sem sjónvarpsstofa. Útgengt er út í stóran afgirtan og sólríkan garð úr eldhúsi. Garðurinn er að hluta með timburgólfi og að hluta hellulagður. Í risi eru 5 svefnherbergi. Léttir veggir á milli herbergja. Í kjallara er þvottahús og geymslur. Fallegt og sjarmerandi hús á vinsælum stað í fallegu og grónu hverfi miðsvæðis í Hafnafirði. Stutt í alla helstu þjónustu, skóla, heilsugæslu, miðbæ Hafnafjarðar og íþróttasvæði.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is


Eignin skiptist í: Forstofu, baðherbergi, tværr stofur, eldhús, 5 svefnherbergi, þvottahús, geymslu og stórt fataherbergri/geymslu. Eignin Reykjavíkurvegur 27 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 207-8584, merkt merkt 01-01, birt stærð 154.7 fm.

Nánari Lýsing:
Aðalhæð: Forstofa - Hol - Baðherbergi - Stofa - Eldhús - Sjónvarpsstofa.

Forstofa: 
Upphengdir skápar. Flísar á gólfi.
Hol: Úr holi er gengið inní stofu aðalhæðar, baðherbergi og upp stiga í rishæð. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Uppgert árið 2017. Flísalagt í hólf og gólf. Þröskuldalaus opin sturta með innbyggðum sturtuhaus og blöndunartækjum. Upphengt klósett, hanklæðaofn ásamt baðinnréttingu með neðri skáp með vask ofan á og efri speglaskáp. 
Stofa: Opin, björt og rúmgóð stofa samliggjandi eldhúsi. Gengið inní viðbygginguna sem var byggð árið 2002 sem er í dag nýtt sem sjónvarpsstofa.Á árunum 2021-2022 var upprunalegur panell afhjúpaður á veggjum og lofti ásamt því að milliveggur tekinn niður. 
Eldhús: Endurnýjað og stækkað á árunum 2021 - 2022. Falleg dökk innrétting með bakaraofn í vinnuhæð. Mjög gott skápa- og vinnupláss. Viðarplata á eldhúsbekk. Aðstaða fyrir uppþvottavél. Gengið er niður í kjallara úr eldhúsi.
Sjónvarpsstofa: Er í viðbyggingunni sem reyst var árið 2002. Rúmgott rými sem er í dag nýtt sem sjónvarpsstofa.

Rishæð: 5 svefnherbergi:
Herbergjagangur: Gengið í öll 5 svefnherbergin úr gang. 4 minni herbergi og eitt rúmgott. 
4 herbergi: Barnaherbergi. Einnig hægt að nýta sem skrifstofu eða fataherbergi. Einnig hægt að opna á milli herbergja, léttir veggir. Býður upp á fjölbreytta möguleika.
Hjónaherbergi: Rúmgott. Staðsett í viðbyggingunni byggt árið 2002.

Kjallari: Þvottahús, geymslur (fataherbergi) Lofthæð í kringum 190cm
Þvottahús: Í opna rýminu í kjallara. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymslur: Tvær rúmgóðar geymslur í kjallara.

Góð og vinsæl staðsetning í Hafnafirðinum með fjölbreytta verslun og þjónusta eru í stuttu göngufæri ásamt miðbæ Hafnafjarðar, Hellisgerði og Víðistaðatúni. Þá er stutt í frábært íþróttasvæði FH að Kaplakrika. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/04/201431.900.000 kr.30.261.000 kr.154.7 m2195.610 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Laufvangur 18
Skoða eignina Laufvangur 18
Laufvangur 18
220 Hafnarfjörður
142.2 m2
Fjölbýlishús
514
660 þ.kr./m2
93.900.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 35
Bílskúr
Skoða eignina Hverfisgata 35
Hverfisgata 35
220 Hafnarfjörður
211.5 m2
Fjölbýlishús
23
487 þ.kr./m2
102.900.000 kr.
Skoða eignina Norðurbraut 33
Bílskúr
Skoða eignina Norðurbraut 33
Norðurbraut 33
220 Hafnarfjörður
143 m2
Hæð
514
671 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Skoða eignina Norðurbakki 11C
Bílskúr
Skoða eignina Norðurbakki 11C
Norðurbakki 11C
220 Hafnarfjörður
116.4 m2
Fjölbýlishús
312
837 þ.kr./m2
97.400.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin