Fasteignaleitin
Skráð 24. jan. 2024
Deila eign
Deila

Strandgata 4

EinbýlishúsVestfirðir/Tálknafjörður-460
290.7 m2
9 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
45.050.000 kr.
Brunabótamat
116.700.000 kr.
Mynd af Steinunn Sigmundsdóttir
Steinunn Sigmundsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1967
Þvottahús
Garður
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2124540
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Sagt í lagi / endurnýjað að hluta
Raflagnir
Sagt í lagi
Frárennslislagnir
Sagt í lagi
Gluggar / Gler
Í lagi
Þak
Sagt í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Lóð
0
Upphitun
Rafmagns
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
VISSIR ÞÚ AÐ vistun milli kl. 08:00-14:00 er GJALDFRJÁLS Í LEIKSKÓLANN fyrir börn með lögheimili í Tálknafjarðarhreppi & ALDURSTAKMARKIÐ ER BARA 12 MÁNAÐA?
Tálknafjörður er einstaklega framsækin bær þar sem fjölskyldufólk er í forgrunni. Grunn & leikskólinn er frábær í þessu litla bæjarfélagi.



Einstakt hús sem kallast BORG á Tálknafirði. 

Þetta volduga hús stendur einkar vel með útsýni yfir fjörðinn og höfnina. Garðurinn er sérlega fallegur!
Húsið sjálft er 290,7 fm og það er á 2 hæðum. Efri hæðin er 174,1 fm og neðri hæðin er 116,6 fm.

EIGENDUR ÓSKA EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA.

* 4 stofur með bar, upptekin loft og arinn.
* 6 Svefnherbergi eru í húsinu
* 2 Baðherbergi, annað með sturtu en hitt er með baðkari.
* Búið er að endurnýja vatnslangir ásamt hitakút
* Nýr sólpallur er við efra bílastæði, fyrir innan hús, pláss er fyrir 3 bíla á því plani
* 2 bílastæði eru svo fyrir framan hús, þar er pláss fyrir 3-4 bíla.


Lýsing á eigninni;
4 inngangar eru í húsið, 2 útidyrahurðir eru á hvorri hæð hússins, svalahurð er úr sjónvarpsherbergi og út á nýjan sólpall, einnig er hægt að ganga út um bílskúr/geymslu.
Á vinstri hlið þess er steyptur stigi upp með húsinu, þaðan er svo gengið inn á efri hæðina. 
Að framanverðu er inngangur í húsið, þaðan er gengið inn á neðri hæðina.
Einnig er hægt að aka upp malbikaða innkeyrslu og leggja fyrir innan húsið, þaðan er svo hægt að ganga inn um svalahurð og inn í herbergi.
Nýr skjólgóður sólpallur er við svalahurð.


Efri hæðina;
Stofan er mjög rúmgóð, í raun eru þetta 4 stofur sem fléttast saman, stórir gluggar, upptekin loft og arin setja mark sitt á þetta fallega hús, einnig er sérsmíðaður bar í horni efri stofunnar. Teppi eru á efri stofunum en parket er á gólfum neðri stofunnar. Útsýni er út á fjörðinn og niður að bryggju.
Eldhúsið er rúmgott með góðu vinnuplássi, ísskápurinn er innbyggður í innréttinguna, ágætis borðkrókur og búr þar fyrir innan. Dúkur er á gólfinu í eldhúsinu en parket er á borðkrók og í búrinu.
Frá eldhúsi er gengið niður teppalagðan stiga á neðri hæð hússins.
Svefngangurinn telur 4 svefnherbergi og aðal-baðherbergið. Parket er á svefngangi.
Hjónaherbergið er rúmgott með skápum, dúkur á gólfi.
Enda herbergið á svefngangi er í dag nýtt sem sjónvarpshol en þar er hægt að ganga út á nýlegan sólpall. Heimilismeðlimir nota þennan inngang mikið. Parket er á gólfi.

2 Barnaherbergi með parket á gólfum.
Forstofan er flísalögð með skápum. 

Neðri hæðin;
Gengið er niður teppalagðan stiga úr eldhúsi, þegar að niður er komið er á vinstri hönd baðherbergi sem nýlega var tekið í gegn.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og fibo plötum á veggjum, sturtuklefa, upphengdu salerni og innréttingu með vask.
2 mjög stór svefnherbergi, eru á neðri hæðinni, dúkur er á gólfum og skápar eru í báðum herbergjunum.
Þvottahúsið er flísalagt, frá þvottahúsi er gengið inn í geymslu, lagnaherbergið og í bílskúrinn/geymsluna.
Í lagnaherberginu er nýr hitakútur, ný miðstöð og búið er að endurnýja vatnslagnir.
Bílskúrinn er í dag nýtt sem rúmgóð geymsla, hægt er að ganga út um sér hurð sem búið er að endurnýja. Gengið er út við tröppurnar á hlið hússins.
Sér inngangur er inn á neðri hæðina, forstofan er með flísum á gólfi / Möguleiki er að gera sér íbúð niðri.


Stækkað var við húsið á sínum tíma, byggt var frama á húsið og þá bættust við þessi 2 stóru svefnherbergi á neðri hæðinni og 2 efri stofurnar á efri hæðinni. Af þeim sökum er bílskúrinn í miðju hússins þar sem viðbyggingin kom fyrir framan hann.

Þetta er einstakt hús á Tálknafirði, garðurinn er stór og gróinn og næg bílastæði eru við húsið.





 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Miðtún TIL SÖLU / LEIGU 13
Miðtún TIL SÖLU / LEIGU 13
460 Tálknafjörður
252.6 m2
Einbýlishús
715
217 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Aðalstræti 3.hæð
Aðalstræti 3.hæð
415 Bolungarvík
246.5 m2
Fjölbýlishús
936
243 þ.kr./m2
59.900.000 kr.
Skoða eignina Aðalgata 13
Bílskúr
Skoða eignina Aðalgata 13
Aðalgata 13
340 Stykkishólmur
324.6 m2
Einbýlishús
1027
216 þ.kr./m2
70.000.000 kr.
Skoða eignina Brautarholt 10
Bílskúr
Skoða eignina Brautarholt 10
Brautarholt 10
355 Ólafsvík
232.2 m2
Einbýlishús
7
251 þ.kr./m2
58.300.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache