Fasteignaleitin
Skráð 23. maí 2023
Deila eign
Deila

Grandavegur 42

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Vesturbær-107
120.8 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
104.900.000 kr.
Fermetraverð
868.377 kr./m2
Fasteignamat
81.850.000 kr.
Brunabótamat
69.360.000 kr.
Byggt 2016
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sérinng.
Fasteignanúmer
2352985
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
6
Vatnslagnir
Upphaflegt
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegt
Gluggar / Gler
Tvöfalt
Þak
Upphaflegt
Svalir
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Sjá yfirlýsingu húsfélags
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ TIL SÖLU  GLÆSILEGA 4RA HERB. ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ MEÐ SJÁVARÚTSÝNI Í FALLEGU LYFTUHÚSI VIÐ GRANDAVEG 42E Í VESTURBÆ REYKJAVÍKUR.

Glæsileg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu lyftuhúsi í verðlaunuðu umhverfi en Grandavegur 42 fékk fékk fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 í flokknum fjölbýlishúsalóð með vandaðri ásýnd, fjölbreyttum notkunarmöguleikum og góðu gróðurvali.
 
Íbúðin sjálf er 112 fm. Sérgeymsla í kjallara er 8,8 fm.  Samtals er eignin því skráð 120,8 fm.  Suðvestur svalir sem eru 23m2 með svalalokun og geislahiturum eru ekki inni í upptalinni fermetra tölu.
 
Sjávarútsýni.
Stórt stæði í lokaðri bílageymslu. Búið er að leggja fyrir bílhleðslustöð í stæðið.
 
Sérsniðið gardínukerfi frá Zenus fylgir. Kvartsteinn frá Granítsmiðjunni í sólbekkjum, eldhús- og baðherbergisborðplötum.
Íbúðin er öll hin glæsilegasta með fallegum innréttingum, fataskápum og fallegum gólfefnum.
Gegnheilt eikarparket frá Parka er á gólfum og ljósgráar flísar einnig frá Parka. Dimmer er á flestum ljósum.
Íbúðinni var töluvert breytt frá upphaflegum teikningum og eigendur lögðu áherslu á vandað efnisval, viðbætur í eldhúsi, á baðherbergi, þvottahúsi og vandaðan frágang. Útbúin var sjónvarpsstofa á kostnað svefnherbergis og gestasnyrtingu breytt í þvottahús. Skápapláss er mikið í íbúðinni þar sem allir skápar ná upp til lofts.


Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting)
Nánari lýsing:

 
Forstofa
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum fataskáp sem nær upp í loft.
 
Herbergi 1
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og stórum fataskápum sem ná upp í loft.

Herbergi 2
Barnaherbergi með parketi á gólfi og tvöföldum fataskáp sem nær upp í loft.

Herbergi 3 
Sjónvarpsstofurými (svefnherbergi á teikningu) með parketi á gólfi. Hægt er að loka sjónvarpsstofurýminu með rennihurð eða setja upp léttan vegg til að fá þar aftur lokað svefnherbergi.

Baðherbergi og þvottahús
Baðherbergi með gráum gólfflísum og hvítum veggflísum, baðkari með sturtuhaus, fallegri innréttingu með borðplötu úr kvartssteini frá Granítsmiðjunni og niðurfelldum vaski.
Inn af baðherbergi er þvottahús sem er einnig með flísum á gólfi, skolvaski, innréttingu, hillum og rúmar þvottavél og þurrkara.

Eldhús
Eldhús með flísum á gólfi, glæsilegri HTH innréttingu úr liggjandi eik og hvítlökkuð þar sem skápar ná upp í loft, einnig eru sökkulskúffur í eldhúsinnréttingunni, skápar eru líka á þeim hluta eldhúsinnréttingarinnar sem snýr fram í stofuna, borðplötur eru úr kvartssteini og eldhústækin eru vönduð frá AEG. Ljósar strimlagardínur frá Zenus fylgja sem hægt er að nota til að skerma eldhúsið af.
 
Stofa og 23m2 yfirbyggðar svalir - ekki í fermetratölu
Rúmgóð stofa með gegnheilu eikarparketi á gólfum og útgengi út á flísalagðar, stórar bjartar suðvestur svalir með svalalokun og geislahiturum. Svalirnar eru 23 m2 og eru ekki inni í fermetratölu íbúðarinnar og nýtast sem auka rými allt árið um kring. 
Sjávarútsýni er frá svölum.

Bílastæði og geymsla
Í kjallara er góð sérgeymsla, stórt stæði í lokaðri bílageymsla, búið er að leggja fyrir bílhleðslustöð í stæðið.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í kjallara.
Sameign er öll mjög snyrtileg og vel umgengin.

 Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila, en 0,4% við fyrstu kaup einstaklinga. 2. Þinglýsingargjald er 2500,- kr af hverju skjali. 3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar. 4. Umsýsluþóknun skv. gjaldskrá fasteignasölu.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
02/11/201650.550.000 kr.54.900.000 kr.120.8 m2454.470 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 2017
Fasteignanúmer
2352985
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
E2
Númer eignar
5
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.210.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Óskar Þór Hilmarsson
Óskar Þór Hilmarsson
Framkvæmdastjóri/Lögg. fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Nesvegur 55
Skoða eignina Nesvegur 55
Nesvegur 55
107 Reykjavík
114.8 m2
Fjölbýlishús
522
870 þ.kr./m2
99.900.000 kr.
Skoða eignina Grandavegur 42D
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Grandavegur 42D
Grandavegur 42D
107 Reykjavík
121.7 m2
Fjölbýlishús
413
820 þ.kr./m2
99.800.000 kr.
Skoða eignina Laufengi 168
 08. júní kl 17:00-17:30
Skoða eignina Laufengi 168
Laufengi 168
112 Reykjavík
119.4 m2
Raðhús
514
795 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 7A íb 405
Bílastæði
 06. júní kl 17:00-18:00
Jöfursbás 7A íb 405
112 Reykjavík
122.9 m2
Fjölbýlishús
322
935 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache