Björt og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð með sjávarútsýni á frábærum stað á Seltjarnarnesinu.
** Glæsilegt sjávarútsýni
** Baðherbergi endurnýjað 2022
** Mikil lofthæðNánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmarsson MBA/aðstoðarmaður fasteignasala í síma 660-1976 eða hrafnkell@palssonfasteignasala.isPáll Pálsson lgf. í síma 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is******palssonfasteignasala.is**********verdmat.is****Birt stærð eignar samkv. Þjóðskrá Íslands er 82,6 m2 og þar af 2,7 m2 geymsla.Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi og geymslu í sameign.
Nánari lýsing:
Gengið er inn um snyrtilegan inngang á jarðhæð sem er sameiginlegur tveggja íbúða á annarri hæð.
Forstofa er parketlögð með góðum fataskáp
Stofa er parketlögð, björt með mikilli lofthæð og glæsilegu sjávarútsýni.
Eldhús er parketlagt með fallegri upprunalegri innréttingu.
Baðherbergi er nýuppgert með flísum á gólfi og veggjum, vegghengdu klósetti og baðkari.
Herbergi 1 er ca 6m2 með parketi á gólfum
Herbergi 2 er rúmlega 13 fm með dúk á gólfum og fataskáp. Útgengt er á svalir.
Þvottahús er í sameign á jarðhæð.
Geymsla 2,7m2 er í sameign á jarðhæð.
Í sameign var sett nýtt gólfteppi árið 2022 og árið 2021 var skipt um alla glugga á suður- og austurhlið.
Vel staðsett eign í tveggja hæða þríbýli á besta stað á Seltjarnarnesinu með glæsilegu sjávarútsýni, stutt að sækja helstu þjónustu, verslun og skóla.
Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendurNýjustu fréttir af fasteignamarkaðnumGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.