Fasteignaleitin
Skráð 9. mars 2024
Deila eign
Deila

Klukkuberg 9

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
438 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
240.000.000 kr.
Fermetraverð
547.945 kr./m2
Fasteignamat
216.950.000 kr.
Brunabótamat
209.100.000 kr.
Mynd af Procura Fasteignasala
Procura Fasteignasala
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1990
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
F2077055cc
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Svalir
Vestursvalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Litur flagnaði af smá hluta klæðningar á suðurhlið við háþrýstiþvott. Þarf að grunna og lakka. Ein "svalahurð" orðin léleg.

Klukkuberg 9, 221 Hafnarfirði er glæsilegt 437,6 fm einbýlishús á 3.056,8 fm lóð með innbyggðum tvöföldum bílskúr og aukaíbúð í Setberginu. Húsið var teiknað af Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt fyrir Eirík Smith listmálara og Bryndísi Sigurðardóttur. Eignin skiptist í 321,8 fm íbúðarrými, þar af um 120 fm hannaðir sem vinnustofa með mikilli lofthæð og þakgluggum, 60fm tvöfaldan bílskúr og nýinnréttaða 55,8 fm íbúð með sér inngang á jarðhæð. Eignin býður upp á mikla möguleika og er að mestu leyti á einni hæð. Glæsilegt útsýni er í húsinu sem stendur mjög ofarlega í Setbergslandi. Útilistaverk eftir Erling Jónsson fylgir húsinu. Húsið stendur á 3.056,8 fm lóð sem gefur mikla möguleika. Aðkoma að húsinu er um heimreið sem ekin er meðfram húsinu og uppfyrir það, þaðan er gengið inn á aðalhæð hússins.

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 437,6 fm 

Aðalhæð:
Aðalhæðin er öll mjög björt og opin. Mikil lofthæð er á stórum hluta hæðarinnar.


Forstofa: Frá bílaplani er gengið inn í forstofu með fataskáp. Flísar á gólfi.
Gestasnyrting: Út frá forstofu er gestasnyrting með glugga. Upphengt klósett. Flísar gólfi.
Stofa: Frá forstofu er gengið í mjög rúmgóð stofu með stórum útskotsglugga með glæsilegu 180° útsýni til vesturs, norðurs og austurs. Parket á gólfi.
Eldhús: Endunýjað með góðri innréttingu og eyju. Vönduð heimilistæki og steinn á borðum. Innbyggð uppþvottavél. Frá eldhúsi er útgengt á nettar norður svalir  Parket á gólfi.
Borðstofa: Út frá eldhúsi er björt og rúmgóð borðastofa sem staðsett er í fremsta hluta rýmis sem teiknað er sem vinnustofa. Mikið skápapláss. Innbyggður ísskápur og innbyggður frystir.Búrskápur Parket á gólfi.
Sjónvarpshol: Út frá eldhúsi er einnig rúmgott sjónvarpshol. Þaðann er útgengt á góðan sólpall í suður. Parket á gólfum.
Þvottahús: Frá sjónvarpsholi/eldhúsi er gengið í gott þvottahús. Innrétting og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Dúkur á gólfi.
Hjónasvíta: Frá sjónvarpsholi er einnig gengið inn í bjarta hjónasvítu sem skiptist í:
      Hjónaherbergi: Bjart og gott hjónaherbergi með gólfsíðum gluggum. Parket á gólfi.
      Fataherbergi: Inn af hjónaherbergi er gott fataherbergi með skápum og glugga. Parket á gólfi.
      Baðherbergi: Inn af fataherbergi er bjart og rúmgott baðherbergi með hornbaðkari með sturtuaðstöðu. Flísar á gólfi og hluta veggja.

Vinnustofa: Í miðju húsinu er teiknuð ca 120 fermetra vinnustofa. Mjög mikil lofthæð og þakgluggar sem gefa frábæra birtu. Í einu horni vinnusofunnar er í dag herbergi með fataherbergi inn af. Útgengi í garð/pall er á tveimur stöðum í vinnustofunni. Þetta rými býður upp á fjölmarga möguleika m.a. hafa núverandi eigendur séð möguleika á að bæta þar við 2-3 herbergjum ásamt millilofti. Þá væri eignin með 5-6 svefnherbergi. Þetta rými var um árabil vinnustofa Eiríks Smith listmálara.
Svefnherbergi: Í hluta vinnustofu er búið að innrétta rúmgott herbergi með fataherbergi inn af. Gluggar í báðum herbergjum. Parket á gólfi.
Geymsla/millirými/herbergi: Milli bílskúrs og vinnustofu er gott rými/geymsla/herbergi með glugga. Getur nýst á margan hátt. Parket á gólfi.
Bílskúr: Tvöfaldur 60 fermetra bílskúr. Innangengt í hann í gegnum millirými. Tvær bílskúrshurðir. Steinn á gólfi.

Lóð: Lóðin er 3.056,8 fermetrar og býður uppá marga möguleika. Gróður er að mestu náttúrulegur, m.a. berjalyng, og því er hún létt í umhirðu.

Aukaíbúð á neðri hæð:
Íbúðin er nýinnréttuð á vandaðan máta.

Anddyri:
 Gengið er niður fyrir hús og þar er sérinngangur í aukaíbúðina. Góður skápur. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Walk in sturta. Upphengt klósett. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: Innrétting á tveimur veggjum.Innbyggður ísskæaður og frystir. Innbyggð uppþvottavél Gott skápapláss. Harðparket á gólfi.
Geymsla: Inn af eldhúsi er nett geymsla sem nýtist vel. Harðparket á gólfi
Stofa/borðstofa: Samliggjandi eldhúsi. Glæsilegur útskotsgluggi eins og í stofu á efri hæð. Harðarket á gólfi.
Svefnherbergi: Bjart herbergi með gluggum. 2 fataskápar. Harðparket á gólfi.

Einstakt tækifæri til að eignast stórt einbýlishús á óvanalega stórri lóð á frábærum útsýnisstað í Setberginu. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Procura fasteignasölu á netfang fasteignir@procura.is eða í síma 
497 7700
- - -
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal. Kynntu þér fasteignaþjónustu Procura og nýja þjónustu okkar við leit að fasteign fyrir þig.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1990
60 m2
Fasteignanúmer
2077056
Númer hæðar
1
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
20.750.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache