ALLT Fasteignasala kynnir í einkasölu bjarta og vel skipulagða eign í parhúsi að
Breiðhól 8, 245 Suðurnesjabæ.
Nýlegt (2019)
154,6 fm parhús með bílskúr á vinsælum stað í Sandgerði. Um er að ræða eign með 3 svefnherbergjum, eldhúsi og stofu í opnu rými, sjónvarpshol, baðherbergi, þvottarhús og bílskúr með geymlsulofti.
Höfuðborgarsvæðið í 40 mín fjarlægð!** Full frágengin eign sem vert er að skoða.
** Stutt er í leik og grunnskóla.
** Mikil lofthæð og opin björt rými.
** Rúmgott þvottarhús.
** Steypt innkeyrsla með snjóbræðslu. LED lýsing í þakkanti.SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉRFáðu öll helstu gögn um eignina núna straxFyrir frekari upplýsingar og skoðanabókanir:
Elín Frímannsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala í síma 8674885 eða netfanginu elin@allt.is
Páll Þorbjörnsson lgf. pall@allt.is Nánari lýsing:Forstofa með gráum flísum á gólfi.
Stofa, eldhús og sjónvarpshol er í opnu rými og hafa harðparket á gólfum.
Eldhús: Innrétting er vönduð, svört eik og hvítlökkuð frá Kvik. Innbyggður kæliskápur og innbyggð uppþvottavél.
Svefnherbergi: Harðparket á gólfum.
Barnaherbergi eru tvö, harðparket á gólfum, annað þeirra er í dag nýtt sem fataherbergi.
Baðherbergi: Gráar flísar, walk in sturta, upphengt salerni. Hvít innrétting og vönduð blöndunartæki.
Þvottahús: gráar flísar á gólfi. Hvít innrétting með vask sem rúmar vel þvottavél og þurrkara. Stórir skápar eru í þvottarhúsinu sem er afar rúmgott með útgengi út á baklóð.
Bílskúr: Epoxy á gólfum, gott opið geymsluloft sem er aðgengilegt úr bílskúr.
Húsið er steypt í Nudura varmamót og klætt með bárujárni.
ATH að eignin getur verið ljós fljótlega eftir kaupsamning. ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Víkurbraut 62, 240 Grindavík - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.