Skráð 18. sept. 2021
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Santa Rosalia Resort

EinbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
177 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
50.100.000 kr.
Fermetraverð
283.051 kr./m2
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
100180921
Húsgerð
Einbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Verönd og góðar svalir
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
NÝTT Í SÖLU *EINBÝLISHÚS – GLÆSILEGT RESORT*
Vönduð og falleg einbýlishús á frábærum stað Í hinu nýja og glæsilega 700.000 fm., SANTA ROSALIA LAKE AND LIFE RESORT. Santa Rosalia stöðuvatnið verður miðpunktur svæðisins og stærsta manngerða stöðuvatn í Evrópu, 16.000 fm.,  Þar verður frábær aðstaða, sandströnd, eyja til að vaða út í, góð aðstaða fyrir vatnaíþróttir og ýmislegt fleira. Á svæðinu verður einnig ævintýra golfvöllur, frisbígolfvöllur, göngu-, skokk og hjólaleiðir, picknick svæði, jogasvæði, leikvellir fyrir börnin og ótal margt fleira skemmtilegt. Við vatnið og golfvöllinn verður glæsilegur strand- og golfklúbbur, með veitingastöðum og ýmissi þjónustu. Einnig verður matvöruverslun á staðnum, en stutt er í litla bæi í kring með góðu úrvali af verslunum og veitingastöðum. Örstutt frá ströndinni og bátahöfninni (4 km. 15 mín. á hjóli) í Los Alcazares. Mar Menor golfvöllurinn er í göngufæri, en einnig eru fjölmargir fleiri golfvellir á svæðinu. Ca. 1 klst. akstur í suður frá Alicante flugvelli, 30 mín. akstur frá Corvera, nýja alþjóðlega flugvellinum í Murcia.
Frábært tækifæri til að eignast glænýtt og fallegt einbýlishús á góðum stað í sólinni á frábæru verði. Dásamleg fjölskylduparadís.


ALGJÖR NÝJUNG Á FASTEIGNAMARKAÐNUM Á SPÁNI. TILVALIÐ TÆKIFÆRI FYRIR FJÁRFESTA.
Fyrstu áfangar seldust upp á nokkrum dögum. Nú var verið að setja nýjan áfanga í sölu, og því enn hægt að velja góðar eignir í þeim áfanga. Fólk er að tryggja sér þessar eignir á meðan þær eru ennþá á kynningarverðum.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, karl@spanareignir.is. GSM 777 4277.

Nánari lýsing:
Þrjú svefnherbergi,  þrjú baðherbergi. Stór verönd, sér garður með einkasundlaug. Einnig er hægt að fá þaksvalir fyrir þá sem vilja. Stórar svalir út frá svefnherbergi á efri hæð. Bílastæði. Kjallari fylgir, og er hægt að láta innrétta hann á ýmsa vegu, td. með aukasvefnherbergi, vinnuaðstöðu eða tómstundarrými.
Jarðhæð: Stofa, borðstofa og eldhús í rúmgóðu opnu rými og útgengi út á veröndina sem er með góðu aðgengi að einkagarði. Gott svefnherbergi og baðherbergi.
Efri hæð: Stór hjónasvíta með sér baðherbergi og útgengi út á góðar svalir. Eitt svefnherbergi til viðbótar með sér baðherbergi.
Kjallari: Rúmgott opið rými sem hægt er að láta innrétta að eigin vali.
Sérlega metnaðarfull hönnun þar sem tekið er tillit til umhverfis og náttúru. Svæðið verður gróið og fallegt og auk þess verður eitt tré gróðursett fyrir hvern viðskiptavin.
Vandaðar og fallegar innréttingar. Hiti í gólfum í baðherbergjum.

Hægt er að fá húsin fullbúið húsgögnum gegn vægu aukagjaldi, þannig að ekkert er eftir nema að kaupa í matinn og flytja inn.

Örstutt göngufæri er að Santa Rosalia stöðuvatninu með frábærri sólbaðsaðstöðu, ströndum, og möguleika á ýmsum skemmtilegum vatnaíþróttum.
Ca. 15 mín. tekur að hjóla niður á á skemmtilegu göngugötuna í Los Alcazares, sem liggur niður á fallega sandströnd. Fjöldi verslana og veitingastaða eru þar á svæðinu. Meðfram ströndinni er margra kílómetra langt “promenade” sem býður upp á skemmtilega göngutúra. Glæsileg smábáta og snekkjuhöfn og fjölbreytt mannlíf. Fjölmargir vinsælir og skemmtilegir golfvellir eru í næsta nágrenni og hinn vinsæli Mar Menor er í göngufæri frá Santa Rosalia svæðinu.

Verð:
3 svefnh. + 3 baðh. + kjallari, samtals 177 fm. verð frá 334.000 Evrum eða 50.100.000ISK (miðað við 1 Evra = 150ISK)

Los Alcazares, sem er í næsta nágrenni, er ekta spænskur strandbær með fjölbreyttu bæjarlífi, útimarkaði og götuhátíðum og gefst hér einstakt tækifæri til að eignast vandað og fallegt einbýlishús með nútímaþægindum í sjarmerandi spænsku umhverfi. Skólar og heilbrigðisþjónusta í næsta nágrenni.
Los Alcazares stendur við Mar Menor, lítið innhaf frá Miðjarðarhafinu, og er þar mikil veðursæld.  Að meðaltali  eru þar um 305 sólardagar, 30 skýjaðir og 30 rigningardagar á ári.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með hagstæðu láni frá spænskum banka.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: strönd, ný eign, sér garður, þakverönd, kjallari, golf,
Svæði: Costa Calida, Los Alcazares, Santa Rosalia, Mar Menor,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
http://www.eignir.isEignir í sölu

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Einbýli m Sundlaug
Einbýli m Sundlaug
Spánn - Costa Blanca
149 m2
Einbýlishús
433
326 þ.kr./m2
48.500.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf
Spánn - Costa Blanca
124 m2
Einbýlishús
433
398 þ.kr./m2
49.400.000 kr.
Skoða eignina Finestrat - Einbýli
Finestrat - Einbýli
Spánn - Costa Blanca
122 m2
Einbýlishús
423
430 þ.kr./m2
52.500.000 kr.
Skoða eignina Palm Beach ll Raðhús
Palm Beach ll Raðhús
Spánn - Costa Blanca
132 m2
Raðhús
433
376 þ.kr./m2
49.600.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache