Stuðlaberg Fasteignasala kynnir í einkasölu mikið endurnýjaða 101fm 4ja herbergja íbúð við Engjadal 4. Um er að ræða íbúð merkta 206 með sérinngangi.
Forstofa hefur flísar á gólfi, þar er góður fataskápur.
Eldhús hefur parket á gólfi, þar er hvít innrétting. Opið er inn í stofu frá eldhúsi. Ný borðplata ásamt nýjum vaski, blöndunartækjum, uppþvottavél og helluborði.
Stofa hefur parket á gólfi. Stofa og eldhús er í opnu rými.
Herbergin hafa parket á gólfi og þar eru góðir fataskápar.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og veggjum. Nýleg hvít innrétting, handklæða ofn, upphengt salerni og baðkar með sturtu.
Þvottahús og geymslan er rúmgóð með innréttingu þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
*Nýjar hurðir úr Birgisson.
*Eldhús mikið endurnýjað en þar er ný borðplata, nýr vaskur ásamt nýjum blöndunartækjum, uppþvottavél og helluborði.
*Gólflistar endurnýjaðir í allri íbúðinni.
*Baðherbergi mikið endurnýjað á þessu ári, blöndunartæki, baðkar, flísar og innrétting.
*Endurnýjaðir rafmagnstenglar og slökkvarar í allri íbúðinni.
Skemmtileg fjölskyldueign með leikvelli á lóð og stutt í skóla, leikskóla og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson
Aðstoðarm.fasteignasala
S. 895-1427 eða 420-4000
magnus@studlaberg.is
Brynjar Guðlaugsson
Lögg. fasteignasali
s. 420-4000
brynjar@studlaberg.is
------------------------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.