RE/MAX ásamt Þórdísi Björk Davíðsdóttur löggiltum fasteignasala kynna: Sérlega rúmgóð, vel með farin og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýli í Árbænum.
Sumarið 2025 verður þakjárn og pappi endurnýjað ásamt þakkannti og niðurfallsrörum að aftan. SELJANDI GREIÐIR ÞANN KOSTNAÐ.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS* Eignin er sérlega vel staðsett í hverfinu *
* Stutt er í alla helstu þjónustu sem er í göngufæri *
* Þrjú góð svefnherbergi - fataskápar í tveimur *
* Eldhús með sérlega góðum hirslum - endurnýjað af fyrri eigendum *
* Baðherbergi með glugga til loftunar - endurnýjað af fyrri eigendum *
* Sérmerkt bílastæði *
* Skjólgóðar vestur svalir * SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D 3D er = OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 109,4 fm sem skiptist í íbúðarrými 103,5 fm, geymsla 5,9 fm.Innan íbúðar er forstofa, miðrými, eldhús, stofa, borðstofa, herbergisgangur, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með góðu skápaplássi og flísum á gólfi.
Í
eldhúsi er falleg viðar innrétting með flísum á milli skápa, keramik helluborði, háfi, innbyggð uppþvottavél, borðkrókur við glugga til vesturs og parket á gólfi.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með parketi á gólfi og útgengt er á skjólgóðar svalir til vesturs.
Miðrými / hol með flísum á gólfi.
Á herbergisgangi eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og tvöfaldur fataskápur gengt minnsta herberginu.Herbergi I er í góðri stærð með góðum fataskápum og plastparketi á gólfi.
Á
baðherbergi baðkar með sturtu, upphengt salerni, góð innrétting undir handlaug, handklæðaofn, gluggi til loftunar og er flísalagt í hólf og gólf.
Herbergi II er minnsta herbergið, án fataskápa og plastparket á gólfi.
Herbergi III er hjónaherbergið sem er rúmgott með góðum fataskápum og plastparketi á gólfi.
Sér geymsla íbúðar er í kjallara sameignar og er 5,9 fm með veggföstum hillum.
Sameignin er öll hin snyrtilegasta og er
vagna- og hjólageymsla ásamt sameiginlegu
þvottahúsi þar sem hver íbúð er með sína vél.
Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði.Lóð / Garður: Sameiginlegur, barnvænn garður sem lóðarfélagið Hraunbær 2 – 34 heldur utan um.
Um er að ræða sérlega góða fjölskyldueign á góðum stað í hverfinu með alla helstu þjónustu í göngufæri, þar á meðal leik- og grunnskóla, verslanir og falleg útivistarsvæði.Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.Forsendur söluyfirlits: S
öluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. - Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat. Heimasíða RE/MAXGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk