*** Eignin er SELD með hefðbundnum fyrirvörum ***
Nýtt, vandað og fallegt 206,7 m2 sex herbergja klætt timbur einbýlishús á einni hæð við Drekahraun 6 í nýju hverfi sem er að rísa í Kambalandi í Hveragerði. Eignin telur fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, bílskúr, stofu/eldhús, anddyri og þvottaherbergi.
Samkvæmt skráningu þjóðskrá Íslands er einbýlið 170,3 m2 og bílsskúrinn 36,4 m2, samtals 206,7 fm2. Gólfhiti er í húsinu.
Lóðin er 690,0 m2 að stærð, er á frábærum stað og verður skilað grófjafnaðri. Stutt í fallegar gönguleiðir.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í rúmgóðan og langan gang með góðri lofthæð sem tengir vistverur hússins.
Fjögur rúmgóð svefnherbergi með fataskápum eru á hægri hönd er gengið er inn.
Eldhúsið er með snyrtilegri innréttingu, eldunareyja með spanhellu og háf fyrir ofan, vönduð stein borðplata á bæði.
Stofa/borðstofa er með góðum og björtum gluggum, falleg rennihurð útí bakgarð.
Baðherbergi I er fllísalagt með innangengri sturtu, baðkari, upphengdu klósetti og snyrtilegri innréttingu.
Fimmta svefnherbergið, hjónaherbergið er með innangengt inná sér fataherbergi og baðherbergi.
Baðherbergi II er innangengt frá hjónaherberginu með innangengri sturtu, flísalagt, upphengdu klósetti og snyrtilegri innréttingu.
Þvottaherbergi er inn af norður inngangi í húsið, langt anddyri með góðri innréttingu fyrir vélarnar.
Bílskúr er rúmgóður með epoxy á gólfum, snyrtilegur og lokaður hitaskápur með renndri hurð.
Gólfhiti og vandaðar og fallegar flísar eru í íbúðarrími hússins, steypt gólf í bílsskúrnum.
Vandaður heill steinn er í borðplötum í eldhúsi og á baðherbergi. Vandaður steinn er í gluggakistum í húsinu.
Húsið er klætt með álklæðningu. Þrefaldar rúður er í gluggum. Hurðir innandyr eru háar með faldar lamir, sem gefur skemmtilegt útlit.
Húsið er staðsett rétt við hamarinn og þar er mikið úrval af fallegum gönguleiðum.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á sem er 0.3% af endanlegu brunabótarmati.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita Einar Örn Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-4969 eða á netfanginu einar@trausti.is og Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is