Fasteignaleitin
Skráð 4. okt. 2024
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Punta Prima

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
91 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
46.500.000 kr.
Fermetraverð
510.989 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
993121224
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Góðar svalir.
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sameiginlegur
 SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Á STRÖND - GÖNGUFÆRI Í VERSLANIR OG VEITINGASTAÐI*

Vandaðar og fallegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í lyftublokk á frábærum stað við Punta Prima ströndina, stutt frá La Zenia Boulevard og Torrevieja, ca. 40 mín akstur í suður frá Alicante flugvelli. Sjávarsýn úr flestum íbúðum og aðeins 300 metrar á ströndina. Fallegur, gróinn sundlaugargarður. Frábærir veitingastaðir í örstuttu göngufæri Td. Punta Prima Restaurant, Nautilus og Asia Kitchen. Gróið og fallegt umhverfi. 
Einstakt tækifæri til að eignast nýja og flotta íbúð við sjóinn.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, karl@spanareignir.is. GSM 777 4277.

Nánari lýsing:

Um er að ræða glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í vönduðu og fallegu fjölbýlishúsi byggt af traustum og góðum byggingaraðila.  Grænt og fallegt umhverfi og glæsilegur sundlaugargarði með jacuzzi og flottri hvíldar- og sólbaðsaðstöðu á þakinu, sem tryggir 360 gráðu útsýni til sjávar og yfir til Torrevieja.  Örstutt göngufæri á ströndina, þar sem hægt er að busla í sjónum eða setjast niður á skemmtilega veitingastaði. 

Íbúðirnar eru með tveimur eða þremur  svefnherbergjum þe. rúmgóðu hjónaherbergi með sér baðherbergi og einu eða tveimur öðrum góðum svefnherbergjum og auka baðherbergi. Góð stofa/alrými og fallegt eldhús. Góðar svalir. Falleg hönnun og vandaðar innréttingar. Hiti í gólfum á baðherbergjum. Stæði í bílakjallara ásamt geymslu í kjallara fylgir öllum íbúðum. Góð sjávarsýn er frá flestum íbúðunum.

Stæði í bílakjallara fylgir ásamt sér geymslu. Hægt að kaupa húsgagnapakka með íbúðum og þannig verður íbúðin tilbúin til að flytja beint inn við afhendingu.

Aðeins nokkur skref eru á fallega trönd sem liggur að Miðjarðarhafinu og þaðan eru göngu og hjólreiðastígar til Torrevieja og Playa Flamenca, La Zenia ströndina og Cabo Roig ströndina. 
Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í örstuttu göngufæri á Punta Prima svæðinu. La Zenia Boulevard,  glæsileg miðstöð verslana, veitingastaða er í ca. 5 mín. akstursfjarlægð. Alicante flugvöllur er í ca. 40 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 5 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glænýjar og vandaðar íbúðir á frábærum stað, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega.
Verð miðað við gengi 1 evra = 145 ISK.
3ja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi) og tvö baðherbergi: frá 310.000 Evrum (ISK 46.500.000) + kostn. við kaupin.
4ra herbergja íbúð (þrjú svefnherbergi) og tvö baðherbergi: frá 412.000 Evrur (ISK. 61.800.000) + kostn. við kaupin.

Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar strax.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: strönd, útsýni, sameiginlegur sundlaugargarður, bílakjallari, ný eign, 
Svæði: Costa Blanca, Punta Prima,
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
993121224

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPANAREIGNIR - Santa Rosalia
Bílastæði
Spanareignir - Santa Rosalia
Spánn - Costa Blanca
85 m2
Fjölbýlishús
322
528 þ.kr./m2
44.900.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Los Montesinos
SPÁNAREIGNIR - Los Montesinos
Spánn - Costa Blanca
90 m2
Einbýlishús
423
506 þ.kr./m2
45.500.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - El Raso
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - El Raso
Spánn - Costa Blanca
96 m2
Fjölbýlishús
423
481 þ.kr./m2
46.200.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Bílastæði
SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf
Spánn - Costa Blanca
96 m2
Fjölbýlishús
322
507 þ.kr./m2
48.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin