Fasteignaleitin
Skráð 10. mars 2025
Deila eign
Deila

Beykiskógar 19

Nýbygging • FjölbýlishúsVesturland/Akranes-300
60 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
48.500.000 kr.
Fermetraverð
808.333 kr./m2
Fasteignamat
17.900.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2023
Lyfta
Fasteignanúmer
2519899
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Svalir
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Beykiskóga 19, 300 Akranesi.
Beykiskógar 19 er 4 hæða hús með 11 íbúðum. Í byggingunni eru stigagangar og lyfta. Svalir fylgja íbúðum á 2 til 4. hæð. Geymslur eru á jarðhæð.
Íbúðum á Beykiskógum 19 verður skilað fullbúnum án gólfefna, nema í votrýmum, en þar eru flísar og afhendast í samræmi við teikningar og skilalýsingu.

**Hlutdeildarlán í boði**

Nánari lýsing á íbúð 301 skv. skilalýsingu:

Um er að ræða 60 fm. íbúð á 3. hæð, sem skiptist í anddyri, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, eitt svefnherbergi og geymslu.
Eldhús:
Innréttingar verða frá Ikea eða sambærilegt í öllum íbúðum. Eldhúsinnréttingar eru hefðbundnar og vandaðar, skápar og skúffur eru með hægloka lömum. Borðplata er plastlögð. Vaskur og blöndunartækjum eru að vandaðri gerð. Eldhús skilast með eldunartækjum af vandaðri gerð, uppþvottavél fylgir og fyrir ofan eldavél verður gufugleypir.
Baðherbergi: Baðinnrétting er hefðbundnar og vandaðar með borðplötu úr plasti. Hitastýrð blöndunartæki í sturtu eru frá viðurkenndum framleiðsanda. Flísar verða á gólfi og hluta veggja. Salerni er innbyggt og upphengt frá viðurkenndum framleiðanda. Loftræsting á baði er sér fyrir hverja íbúð.
Stofa/borðstofa er björt og rúmgóð með frábært útsýni.
Svefnherbergi er rúmgott.
Innihurðir: Allar innihurðir eru staðlaðar yfirfelldar hurðir.
Fataskápar: eru í öllum svefnherbergjum og anddyri. Fataskápar eru hefðbundnir af vandaðir gerð.
Gólfefni: Íbúðirnar skilast án gólfefna nema á votrýmum, en þar verða flísar.
Lagnir og hitakerfi: Í íbúðunum er ofnakerfi samkv. teikningum. Ofnakranar eru túr kranar frá Danfoss. Forhitari er á heitu neysluvatni. Komið er fyrir kistu í hverri íbúð inná böðum sem hægt er að loka fyrir bæði vatn og hita.
Rafmagns og netlagnir: Rafmagn í hverri íbúð er fullfrágengið. Nettengil er í stofu og öllum svefnherbergjum. Ljósleiðari er dregin í hverja íbúð. Í íbúðunum verða ljósi í eldhúsi og á baði, ásamt ljósaperum í hverju herbergi.
Geymslur: Sér geymsla fylgir 11 íbúðum á jarðhæð. Steypt loft, veggir og gólf í séreignargeymslum eru hreinsuð og máluð. Veggir í geymslu eru kerfisveggir.
Öryggisatriði: Hverri íbúð fylgir slökkvitæki, eldvarnarteppi, reykskynjari og lyfjaskápur.
 
Frágangur utanhúss:
Útveggir: Burðarkerfi hússins er hefðbundið staðsteypt og útveggir einangraðir að utan með steinull. Gengið er frá öllum steypuskilum með tjöruborða. útvegggir eru klæddir með báruáli, nema jarðhæð er klædd með sléttu áli.
Gluggar og útidyrahurðir: Gluggar eru ál-trégluggar og hurðar eru ál að utan og tré að innan. Hurðar inní íbúðir eru eldvarnarhurðar samkvæmt staðli.
Svalir á 2 til 5. hæð eru með slípuðu yfirborði og halla að niðurföllum. Svalahandrið eru úr málmi.
Þak er uppstólað valmaþak, klætt með lituðu áli og einangrað ofan á plötu. Reyklosun er frá stigagangi upp úr þaki.
Lóð verður fullfrágengin skv. teikningum arkitekts. Stéttar fyrir framan hús verða hellulagðar með snjóbræðslu. Hellulögn er við verönd íbúða á 1. hæð. undir svölum. Með húsinu fylgja 19 malbikuð stæði og hellulögð stétt verður meðfram bílastæðum. Sorpgerði fyrir tunnur er á lóð. Að öðru leyti verður lóðin þökulögð eða með náttúrulegum móa. Lagt verður rör að 5 stæðum næst tengibrunni við hús sem gefur möguleika á að tengja hleðslustöð.
 
Frágangur sameignar
Hjóla- og vagnageymslur: Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á 1. hæð. Steypt loft og veggir í hjóla- og vagnageymslum eru hreinsuð og máluð. Gólf eru flotuð.
Póstkassar eru innadyra við anddyri.
Stigagangur er með flísum eða teppum á gólfi. Lyfta verður frá viðurkenndum aðila.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ í síma 420-4050 og á netfangið es@es.is.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4%
ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr.
2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar
á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Eignamiðlun Suðurnesja

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Asparskógar 13
Skoða eignina Asparskógar 13
Asparskógar 13
300 Akranes
60.9 m2
Fjölbýlishús
212
819 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Þjóðbraut 5
Skoða eignina Þjóðbraut 5
Þjóðbraut 5
300 Akranes
58.9 m2
Fjölbýlishús
211
823 þ.kr./m2
48.499.000 kr.
Skoða eignina Þjóðbraut 5
Skoða eignina Þjóðbraut 5
Þjóðbraut 5
300 Akranes
58.9 m2
Fjölbýlishús
211
840 þ.kr./m2
49.499.000 kr.
Skoða eignina Beykiskógar 19
Skoða eignina Beykiskógar 19
Beykiskógar 19
300 Akranes
60 m2
Fjölbýlishús
211
808 þ.kr./m2
48.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin