Kópavogsbraut 78, 200 Kópavogur er hugguleg og vel skipulögð 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum í steinsteyptu þríbýli á góðum og fjölskylduvænum stað á Kársnesinu í Kópavogi. Um er að ræða 148,4 fermetra eign sem skiptist í 104,5 fm íbúðarrými, 33,1 fm bílskúr og 10,8 fm geymslu.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 148,4 fm | Fasteignamat 2023 er 67.900.000,-
Nánari lýsing - Neðri hæð:
Forstofa: Gengið er inn í rúmgóða forstofu með fatahengi og innangengt á gestasalerni. Flísar á gólfi.
Gangur/hol: Parketlagður gangur þar sem gengið er inn í stofu, borðstofu og upp á 2. hæð.
Stofa: Rúmgóð og björt. Parket á gólfi.
Borðstofa: Rúmgóð og björt. Parket á gólfi. Möguleiki á að breyta annarri stofunni í svefnherbergi.
Eldhús: Nýlega endurnýjað með hvítum innréttingum og vönduðum tækjum. Parket á gólfi.
Nánari lýsing - Efri hæð:
Hol: Komið er upp í hol þar sem gengið er inn í aðrar vistverur. Parket á gólfi.
Svefnherbergi I: Rúmgott og bjart. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott og bjart. Parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Rúmgott og bjart með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Með baðkari, handklæðaofni og tengi fyrir þvottavél.
Bílskúr: 33,1 fm bílskúr sem byggður var árið 1967
Garður: Stór garður þar sem hver íbúð er með sér afnotareit.
Í kjallara er sameiginlegt þvottahús ásamt 10,8 fm sérgeymslu.
Eign sem er staðsett á frábærum stað þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, sundlaug og alla helstu þjónustu og verslanir.
- - -
Allar nánari upplýsingar veitir Ásgeir Þór löggiltur fasteignasali á netfangið asgeir@procura.is og Oddný María aðstoðarmaður fasteignasala á netfangið oddny@procura.is eða síma 497-7700
- - -
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
- - -
Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
Kynntu þér
fasteignaþjónustu Procura og
nýja þjónustu okkar við leit að fasteign fyrir þig.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.