Miklaborg fasteignasala kynnir:
Bjarta, rúmgóða og vel skipulagða þriggja herbergja á 3. og efstu hæð við Bogabraut 963A, 262 Reykjanesbæ. Íbúðin og húsið allt var mikið endurnýjað árið 2019. Merkt bílastæði og uppsettir staurar fyrir rafmagnshleðslu.
Nánari upplýsingar veitir Sæþór í gegnum netfangið saethor@miklaborg.is eða í síma 855-55-50
Íbúðin er merkt 301 og er skráð stærð hennar 92,2fm henni fylgir 3,6fm merkt geymsla. Samtals stærð 95.8fm
Nánari lýsing
Forstofa er með parketi á gólfi, lítið rými er inn af forstofu sem hugsað er fyrir skófatnað og útiföt.
Eldhús er með parketi á gólfi, hvítri innréttingu með helluborði, ofni, vitu, innbyggðum ískáp og uppþvottavél.
Stofa/hol er rúmgott rými með parketi á gólfi. Útgengt er þaðan út á snyrtilegar svalir.
Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð og snyrtileg, fataskápur er innbyggður í herbergjum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta til. Hvít innrétting og baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottaaðstaða er á hverri hæð og er sameiginleg fyrir íbúðirnar á hæðinni.
Merkt geymsla er í sameign.
Sérmerkt bílastæði fylgir eign og uppsettir staurar fyrir rafmagnshleðslustöð.
Sæþór Ólafsson löggiltur fasteignasali / s.855-5550 / saethor@miklaborg.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 23/10/2019 | 23.000.000 kr. | 26.900.000 kr. | 95.8 m2 | 280.793 kr. | Já |
| 02/01/2017 | 19.300.000 kr. | 5.016.597.000 kr. | 34809 m2 | 144.117 kr. | Nei |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
262 | 95.8 | 46,9 | ||
262 | 92.9 | 46,9 | ||
262 | 89.9 | 46 | ||
262 | 94.6 | 47,9 | ||
262 | 89.9 | 45,9 |