Skráð 12. jan. 2023
Deila eign
Deila

Aðalstræti 50

Atvinnuhúsn.Vestfirðir/Patreksfjörður-450
114.3 m2
4 Herb.
Verð
69.000.000 kr.
Fermetraverð
603.675 kr./m2
Fasteignamat
9.410.000 kr.
Brunabótamat
64.950.000 kr.
Byggt 1925
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2123679
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýlegt
Raflagnir
Nýlegt
Frárennslislagnir
Nýlegt
Gluggar / Gler
Nýlegt
Þak
Nýlegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sólpallur
Lóð
0
Upphitun
Gólfhitit / rafmagnsofnar
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
SPENNANDI TÆKIFÆRI !

Dásamlega fallega Stúkuhúsið á Patreksfirði er komið á sölu - Frábært tækifæri til að eignast fullbúin veitingastað / kaffihús sem hefur heldur betur stimplað sig inn hjá bæði heimamönnum og ferðamönnum.
Þetta fallega hús stendur fyrir neðan götu og skartar einstöku útsýni yfir fjörðinn.

Eigendur endurbyggðu húsið frá A til Ö að undanskyldum útveggjum árið 2012 -2013. Því má segja að húsið sé nánast nýtt. Húsið var endurbyggt eftir öllum reglugerðum varðandi eldvarnir á veitingahúsum.

* Gólfhiti er á aðal hæðinni.
* 3 salerni eru í húsinu. 
* Sérvalin antik húsgögn voru keypt inn í allt húsið fyrir opnun.
* Rúmgóður sólpallur er fyrir neðan hús sem er venjulega þétt setin á sumrin enda útsýnið einstakt og óskert út á fjörðinn.
* Við endurbygginguna var hugað vel að loftræstingu í eldhúsinu og því var settur upp veglegur háfur fyrir ofan eldavél í eldhúsinu.
* Vandað var til verka við endursmýði á húsinu.

Stúkuhúsið er með sæti fyrir 50 manns og hefur í gegnum árin fengið frábæra einkunn inn á Tripadvisor  og fleiri miðlum. 

KAFFIHÚS - MATSÖLUSTAÐUR - VEITINGASTAÐUR / VEITINGAHÚS - VEISLUSALUR - ÚTSÝNI & SAMKOMUSTAÐUR

** Ertu Kokkur og langar þig í eigin rekstur?
** Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að eignast stað þar sem að viðhald er í algjöru lágmarki, allar vatnslagnir, raflagnir og frárennslislagnir voru endurnýjaðar ásamt ytra byrgði hússins, gluggum, þaki, hurðum og sólpalli **
** Það fylgir allt með sem varðar reksturinn á húsinu, ss. Kaffivélin, kökukælirinn ásamt öllum tækjum í eldhúsi **

Hér er allt klárt til að koma á laggirnar vel reknu fyrirtæki, góð viðskiptavild og einstaklega vel staðsett hús hvað varðar útsýni og huggulegheit innandyra.

Allar nánari uppls gefur Steinunn í síma 839-1100 eða á steinunn@dixon.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Steinunn Sigmundsdóttir
Steinunn Sigmundsdóttir
Fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache