RE/MAX & Bjarný Björg Arnórsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala & Sveinn Gíslason Lgf kynna í einkasölu:Fallega og vel skipulagða 6 herbergja íbúð 158,6 fm á efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr sem skiptist í 137,0 fm íbúð og 21,6 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í anddyri og hol, stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, eldhús, fjögur góð svefnherbergi og baðherbergi á hæðinni, stórt herbergi í risi þar sem gert er ráð fyrir sér baðherbergi, gæti einnig verið tilvalin útleigueining.
Bókið tíma fyrir skoðun hjá Bjarný Björg Arnórsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala / í lögg.námi í síma 694-2526 / bjarny@remax.is SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D, Þrívíðu umhverfi Eignin skiptist í:
Forstofa er rúmgóð með flísum og fatahengi. Innaf forstofu er gengið inn í gott geymslurými.
Eldhúsið með skemmtilegri upprunalegri innréttingu og góðum borðkrók.
Stofa/borðstofa er björt og skemmtileg með stórum gluggum og parket á gólfi, innaf stofu er gengið inn í sér sjónvarpsrými
Baðherbergi er flísalagt og með innréttingu og baðkari, sturtugleri og sturtuhaus
Hjónaherbergi er rúmgott með parket á gólfi og góðum fataskápum, út gengið út á svalir
Svefnherbergi #2 er rúmgott og er með parket á gólfi og fataskápum
Svefnherbergi #3 er með parket á gólfi
Svefnhverbergi #4 er með parket á gólfi
Viðhald og framkvæmdir á húsinu:Skólplögn frá húsi og út í götu var endurnýjuð 2002.
Skólplögn í húsinu endurnýjuð árið 2020
Þakkantur var lagaður og nýtt tréverk sett utan um hann fyrir ca 6 árum
Húsið var málað að utan sumarið 2021.
Nýir gluggar að hluta 2019: Gluggar og svalahurð í svefnherbergi, aðal gluggi í stofu, gluggi í risi 2019.
Nýir ofnar í eldhúsi og einu svefnherbergi (2018).
Baðherbergi gert upp 2020, hiti lagður í gólf.
Risið endurnýjað árið 2021-2023. Þakið einangrað upp á nýtt. Nýtt rafmagn, nýjar vatnslagnir, nýir ofnar og nýjar klóaklagnir. Gólfefni nýtt. Baðherbergi í risi tilbúið fyrir baðtæki og innbyggt klósett. Gert er ráð fyrir að setja eldhúsinnréttingu og borðkrók í risið. Lagnir fyrir eldhúsvask til staðar.
Stiginn milli hæða lagaður og parketlagðar 2022.
Forstofa flísalögð og settur veggur undir stiga til að búa til geymslu 2022.
Dregið nýtt rafmagn í andyrið 2022.
Ný sérsmíðuð og sterkbyggð útidyrahurð 2022. Útidyrahurð sett í hurðaop bíslags í stað upprunalegs hurðaops. Bíslagið einangrað. Ósamþykktar framkvæmdir.
Nánari upplýsingar gefur :
Bjarný Björg Arnórsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala / í lögg.námi í síma 694-2526 / bjarny@remax.is, Sylvía í síma 820-8081 eða
Sveinn Gíslason löggiltur fasteignasali í síma 477-7777 / sveinn@remax.is Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.