Fasteignaleitin
Skráð 17. jan. 2025
Deila eign
Deila

Bríetartún 9

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
136.2 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
174.900.000 kr.
Fermetraverð
1.284.141 kr./m2
Fasteignamat
101.050.000 kr.
Brunabótamat
90.800.000 kr.
Mynd af Jason Kristinn Ólafsson
Jason Kristinn Ólafsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2018
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2358600
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
10
Hæðir í húsi
12
Hæðir í íbúð
10
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýlegt
Raflagnir
Nýlegt
Frárennslislagnir
Nýlegt
Gluggar / Gler
Nýlegt
Þak
Nýlegt
Svalir
Lokaðar svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Betri Stofan kynnir: Glæsilega eign. Bríetartún 9, 136,1 fm íbúð á 10. hæð, einstök eign sem leitar að nýjum eigendum. Þetta er glæsileg þriggja herbergja útsýnisíbúð á 10. hæð í fallegu fjölbýli í Bríetartúni 9. Innri hönnun íbúðarinnar er glæsileg og skapar hlýtt og notalegt umhverfi. Íbúðin er björt með stórum gluggum. Aukin lofthæð er í íbúðinni. Gólfhiti er í íbúðinni. Parador fiskibeinaparket er á íbúðinni og marmari á öllum sólbekkjum.

Gengið er inn í rúmgóða forstofu með miklu skápaplássi. Frá forstofugangi er gengið inn hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi með sturtu. Við hliðina á hjónasvítu er annað svefnherbergi sem er notað sem skrifstofa. Andspænis aukaherberginu er stórt baðherbergi með baðkari og góðri þvottaaðstöðu. Eftir ganginum er alrými með pláss fyrir tvær stofur, stóra borðstofu og eldhús. Útfrá alrými er útgengt á yfirbyggðar svalir með glæsilegu útsýni og óbeinni lýsingu. Eldhús er með innréttingum í dempuðum brúnum lit frá Scmidt, kvarts-stein á álagssvæðum og marmara framan á eyjunni sem og milli skápa. Í eldhúsi er innbyggð uppþvottavél frá AEG, innbyggður ísskápur með klakavél frá Liebherr, spanhelluborð frá AEG og bakaraofn frá Miele. Íbúðin er parketlögð með viðarparketi frá Parador með fiskibeinamynstri og er það lagt listalaust með kíttirönd. Baðherbergin eru flísalögð í hólf og gólf með vönduðum tækjum frá Mora og stein á borðum. Gluggastærðir í íbúðinni eru sérlega góðar og í gluggakistum er marmarasteinn. Innréttingar eru frá Parka og er framleiðandi þeirra Schmidt. Heimilistæki eru frá Ormsson og er af gerðinni AEG. Hreinlætis- og blöndunartæki eru frá Tengi. Myndavéladyrasími er í öllum íbúðum. 

Í húsinu eru tvær lyftur. Verslunar- og þjónusturými eru á jarðhæð og íbúðir á hæðum 1-12. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginleg rými, þ.m.t. hjóla- og vagnageymsla.

Staðsetning Höfðatorgs er mjög góð við miðborgina með skemmtilegri torga menningu og göngugötum. Gott aðgengi og aksturleiðir eru bæði að og frá Höfðatorgi. Hægt er að keyra hringinn í kringum Höfðatorg.  Aðgengi að bílakjallara er frá torginu er bæði frá Þórunnartúni og Katrínartúni. Innangengt er í öll húsin á Höfðatorgi úr bílageymslunni. Bílakjallari Höfðatorgs er sameiginlegur fyrir allt Höfðatorg á tveimur og þremur hæðum. Inn - og útakstur er frá Katrínartúni og Þórunnartúni.

Allar nánari upplýsingar gefa: Jason Kristinn Ólafsson s. 775 1515 - jason@betristofan.is löggiltur fasteignasali og
Guðbjörg Guðmundsdóttir s. 899 5533 - gudbjorg@betristofan.is löggiltur fasteignasali.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
11/05/202164.850.000 kr.99.000.000 kr.136.2 m2726.872 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Laugavegur 168
Bílastæði
Skoða eignina Laugavegur 168
Laugavegur 168
105 Reykjavík
143.3 m2
Fjölbýlishús
423
1228 þ.kr./m2
176.000.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 168 607
Bílastæði
Laugavegur 168 607
105 Reykjavík
114.3 m2
Fjölbýlishús
323
1486 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 168 (607)
Bílastæði
Laugavegur 168 (607)
105 Reykjavík
114.3 m2
Fjölbýlishús
423
1479 þ.kr./m2
169.000.000 kr.
Skoða eignina Valshlíð 3
50 ára og eldri
Skoða eignina Valshlíð 3
Valshlíð 3
102 Reykjavík
118.2 m2
Fjölbýlishús
514
1387 þ.kr./m2
163.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin