Fasteignaleitin
Skráð 10. júlí 2022
Deila eign
Deila

Lyngás 5-7 OG REKSTUR

Atvinnuhúsn.Austurland/Egilsstaðir-700
591.1 m2
12 Herb.
12 Svefnh.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
11.750.000 kr.
Brunabótamat
138.700.000 kr.
Mynd af Þórdís Pála Reynisdóttir
Þórdís Pála Reynisdóttir
Byggt 1979
Sameig. Inng.
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
ÁBENDING: Á viðbyggingunni baka til alveg út í endagafli sem snýr upp í átt að lögreglustöð er sá veggur að utanverðu ekki múraður/klæddur og í vondum veðrum aðalega á veturna þá á það til að leka smá vatn inn í gegnum hann (sprungur í steypunni), en það hefur aldrei verið neitt til vandræða vegna þess að húsið er iðnaðarhúsnæði áður bílaverkstæði með steyptum epoxy máluðum gólfum og niðurföllum um allt.

Rekstur með fasteignum til sölu.
Einstakt tækifæri er núna til að kaupa rekstur á einu vinsælasta gistihúsi á Egilsstöðum sem er að jafnaði gríðarlega vel bókað  “Lyngás Guesthouse” ásamt hluta eða öllum fasteignum. Samhliða þeim rekstri er rekið ört vaxandi þrifaþjónustu fyrirtæki  “Heimili og Þrif” sem hentar mjög vel upp á samnýtingu á starfsfólki. Að jafnaði eru um 11-12 stöðugildi innan fyrirtækisins í mismunandi hlutfalli. Mikil tækifæri eru til vaxtar fyrir rétta aðila bæði í þrifaþjónustunni og einnig á gistihúsinu ásamt tækifærum til að bæta við reksturinn nýrri einingu ef áhugi væri fyrir rekstri á atvinnu þvottahúsi/verslun þar sem það er stórt rými sem var hugsað til þess og er búið að leggja nógu öflugt rafmagn þar inn sem getur þjónað slíkum rekstri. Nú í dag eru iðnaðarvélar fyrir gistihúsið og strauvél. Hægt er að kaupa reksturinn saman eða í sitthvoru lagi.
Lyngás Guesthouse – www.lyngas.is
Gistihúsið Lyngás hefur verið rekið síðan 2011 og hefur alltaf verið afar vinsælt meðal ferðamanna. Boðið er upp á gistingu í ódýrari kantinum með góðum rúmum, fríu interneti og aðstöðu þar sem gestir geta eldað sjálfir sem hentar mörgum mjög vel. Það eru 12 herbergi í flestum stærðum, tveggja manna herbergji, þriggja manna herbergj, fjögura manna herbergi og svo fimm og sex manna fjölskylduherbergi. Gistihúsið hefur verið afar vinsælt meðal hópa, fjölskyldna og para, yfir veturinn er mikið tekið á móti íþróttaliðum, dómurum og ýmsum hópum fyrir ólíka viðburði. Fyrir COVID var gistihúsið að öllu jöfnu meira og minna fullbókað 9,5 mánuð á ári og c.a 40% hina mánuðina. Núna eftir afléttingar eftir COVID hefur allt tekið mjög vel við sér, sumarið er fullbókað og fram á haust og útlitið er mjög gott. Aðilum í þessum restri hefur fækkað töluverð yfir COVID tímabilið, þar sem margir hættu rekstri og hefur það aukið bókunarhlutfall Lyngás Guesthouse til muna ásamt því að hækka verð á gistingu að jafnaði yfir allt árið og skapar þetta enn meiri tækifæri til framtíðar. Fyrirtækið er með tengingu við yfir 50 ferðskrifstofur sem bóka mjög mikið yfir sumarið og sumar þeirra stóran part af árinu. Þessar tengingar skila góðu verði án þóknunar eins og tíðkast hjá sölusíðum. Einnig er tenging við allar helstu sölusíður eins t.d Airbnb, Expedia, Agoda, Booking, Trip, Hotels.com, Orbitz og fleiri, ásamt öllum samstarfsaðilum Booking.com Network og Expedia Network sem skipta hundruðum.
Heimili og þrif – www.heimiliogþrif.is
Þrifaþjónustan Heimili og þrif hefur verið rekin síðan 2016 og var upprunalega stofnuð til að geta skapað heilsárs störf fyrir starfsfólk sem var að vinna í kringum gistihúsið og til að ná betri nýtingu starfskrafta. Með tímanum fóru verkefnin að aukast verulega og þurfti að fara að ráða mikið af starfsfóki eingöngu fyrir þrifin. Þrifaþjónustan er orðin svo umfangsmikil í dag að veltan á þrifaþjónustunni er orðin til jafns gistihúsinu og jafnvel meiri núna 2022. Helstu verkefni eru þrif á gistihúsinu, þrifasamningur við flugvöllinn samhliða rekstri kaffiteríunar þar, heimilisþrif fyrir bæjarfélagið, þrif á fjölmörgum skrifstofum og verslunum, sumarhúsum, mikið af heimahúsum, einnig er töluvert um flutningsþrif, ýmis  þrif fyrir fyrirtæki, mjög mikið um hátíðarþrif sérstaklega fyrir páska,  jól og áramót, mikil aukning á milli ára. Notast er við þvottahúsið á gistihúsinu fyrir þvott og lageraðstöðu. Tökum einnig verkefni í að bóna og erum með vél og græjur í það. Vegna skorts á húsnæði höfum við ekki getað ráðið fleiri starfsmenn þrátt fyrir sterka verkefnastöðu, það væri auðveldlega hægt að bæta við nokkrum starfsmönnum strax vegna mikillar eftirspurnar. Mikið af föstum verkefnum og mjög mikil tækifæri til vaxtar.
Fasteignir Lyngás 5-7
Það eru 3 fasteignir eða fastanúmer á rekstrinum, efri hæð, neðri hæð og svo viðbygging aftan við gistihús. Samtals 590,9 m2.
Efri hæð á gistihúsi : 199,6 m2 sem skiptist í 7 herbergi, eitt sex manna herbergi, eitt 5 manna herbergi, eitt þriggja manna herbergi, eitt lítið eins eða tveggja manna herbergi, ræistigeymslu, tvö klósett, tvær sturtur, matsal og eldhús.
Neðri hæð á gistihúsi : 148,8 m2 sem skiptist í 5 herbergi, fjögur tveggja manna herbergi og eitt fjögura manna herbergi, ræstigeymslu, geymsluherbergi, 2 baðherbergi með sturtum, eldhús, matsal og þvottahús.
Viðbygging aftan við neðri hæð : 242,5 m2 sem skiptist í móttöku við hlið stigagangs, inn af móttökunni er tómt rými sem var áður nýtt sem verslun/móttaka fyrir bílaverkstæði og aðra starfssemi, inn í þetta rými eru tveir inngangar,  inn af því er stórt verkstæði sem var áður nýtt meðal annars sem bílaverkstæði sem er með stórri innkeyrsluhurð, í dag er þar þvottahús fyrir gistihúsið. Í þessu stóra rými var lagt rafmagn til þessa að starfrækja iðnaðar atvinnu þvottahús/verslun. Búið er að teikna af verkfræðistofu og samþykkja stækkun við gistihúsið inn á miðbilinu, þar átti að koma stór matsalur, eldhús og tvö klósett fyrir gesti. Með þessari breytingu yrði tekið matsalinn og eldhúsið burt af hæðunum í gistingunni og bætt þar við tveimur herbergjum í staðinn. Það er hafin grunnvinna að þessari breytingu, búið að reisa hluta af veggjum og byrjað á lagnavinnu.
***Gistihús hlutinn sem er steyptur á tveimur hæðum hefur verið endurnýjaður að utan nýlega, farið var í umtalsverðar steypuviðgerðir og heildar yfirferð á húsinu. Nýjar flasningar voru settar á þak og þakkantur lagaður að hluta. Ástand á þaki var mjög gott. Allt húsið og þakið var málað. Á viðbyggingunni aftan við gistihúsið var þakið allt hreinsað upp og grunnað, þak málað, hús málað sem snýr að Lyngás götu.***

 

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1979
199.6 m2
Fasteignanúmer
F2175927
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer eignar
01
Húsmat
22.700.000 kr.
Fasteignamat samtals
22.700.000 kr.
Brunabótamat
61.950.000 kr.
Byggt 1979
25.6 m2
Fasteignanúmer
F2175928
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer eignar
02
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.400.000 kr.
Byggt 1959
216.9 m2
Fasteignanúmer
F2175928
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer eignar
01
Húsmat
27.400.000 kr.
Fasteignamat samtals
27.400.000 kr.
Brunabótamat
42.300.000 kr.
GötuheitiPóstnr.m2Verð
700
591.1
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache