Nýtt á skrá! Markarflöt 8 Garðabæ / Eignin er eingöngu sýnd í einkasýningum.
Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með fjórum svefnherbergjum og tvöföldum 42,0 fermetra bílskúr. Virkilega vel viðhaldið einbýlishús á stórri 1059,0 fermetra gróinni lóð neðan götu.
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir glæsilegt og vel skipulagt 227,7 fermetra einbýlishús á einni hæð við Markarflöt 8 í Garðabæ. Aðkoma og lóð er virkilega falleg sem skiptist í rúmgott steypt plan með snjóbræðslu, fallega gróin lóð og tyrfðar flatir ásamt stórum viðarveröndum. lóðin er afar skjólgóð þar sem sólar nýtur við allan daginn. Húsið stendur neðan götu og því er bakgarður hússins til suðvesturs.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin og hefur verið mikið endurnýjað síðustu 20 árin. M.a. voru gluggar á svefnherbergjum og baðherbergi endurnýjað árið 2024. Bílaplan var steypt sumarið 2022 og þakkantur, rennur og ljós í þakkanti árið 2020. Þá var baðherbergi endurnýjað árið 2019. Auk þess er búið að endurnýja eldhús, rafmagn og rafmagnstöflu, neysluvatnslagnir (ásamt ofnum og ofnalögnum) og klóaklögnum.
Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknaverðum stað á Flötunum í Garðabæ þaðan sem stutt er í grunnskóla, leikskóla, fjölbrautarskóla, íþróttasvæði auk verslunar, þjónustu og veitingastaða. Fallegar hjóla- og gönguleiðir í næsta nágrenni. Húsið stendur neðan götu líkt og fyrr greinir í lokuðum og rólegum botnlanga.
Fasteignamat ársins 2026 er kr. 175.700.000,-
Nánari lýsing:
Forstofa: Er rúmgóð, með flísum á gólfi og góðum skápum.Innfelld lýsing í loftum og gluggi til norðurs.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi og veggjum, salerni og innrétting við vask. Opnanlegur gluggi til austurs.
Eldhús: Með flísum á gólfum, fallegri eldhúsinnréttingu með miklu skápaplássi og korian steini á borðum. Undirfelldur vaskur og spansuðu helluborð. Tvöfaldur amerískur kæliskápur, innb. Miele uppþvottavél og Miele bakaraofn. Góðir gluggar til norðurs, innfelld lýsing í loftum og gott borðpláss.
Þvottaherbergi: Er rúmgott með flísum á gólfi og veggjum. Innrétting með góðu skápaplássi og upphækun undir þvottavél og þurrkara. Gluggar til norðurs og austurs. Þvottasnúrur.
Borðstofa: Með gegnheilu parketi á gólfi, stórum gólfsíðum gluggum til vesturs og innfelldri lýsingu í loftum. Borðstofa er opin við setustofu og með aðgengi að eldhúsi.
Setustofa: Með gegnheilu parketi á gólfi, góðum gluggum til surðurs og innfelldri lýsingu í loftum. Útgengi á skjólgóða verönd til suðurs/suðvesturs.
Sjónvarpsstofa: Með flísum á gólfum, gluggum til suðurs og innfelldri lýsingu í loftum.
Svefnherbergi I: Með parketi á gólfi og glugga til austurs. Útgengi á verönd til austurs frá herbergi.
Svefngangur: Með parketi á gólfi, innfelldri lýsingu í loftum og gluggum til vesturs. Útgengi út í bakgarð hússins að hellulagðri stétt og afgirtri viðarverönd.
Svefnherbergi II: Er rúmgott, með parketi á gólfi og skápum. Gluggar til austurs.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi, skápum og glugga til austurs.
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi, góðum skápum og glugga til austurs.
Baðherbergi: Er fallega endurnýjað með flísum á gólfi og gólfhita. Flísalögð sturta með glerþili, falleg innrétting við vask og upphengt salerni. Góðir skápar, handklæðaofn og gluggi (opnanlegur) til suðurs.
Bílskúr: Er stór, eða 42,0 fermetrar að stærð. Tvær bílskúrshurðir og báðar með rafmagnshurðaopnara. Inngangshurð að framan og aftan (út í bakgarð). Nýleg gólfefni á bílskúrsgólfi (pvc flísar).
Geymsla: Er staðsett inn af bílskúr.
Geymsla II: Er staðsett að hluta til undir bílskúr. Gengið niður í geymslu frá bakgarði.
Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali / heimir@fastlind.is / 849-0672