Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsilegt og vel skipulagt endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr og fallegri aðkomu. Um er að ræða hús sem er skráð 170fm og þar af er bílskúrinn 35,8fm. Svefnherbergin eru þrjú og möguleiki er á að vera með fjögur. Lofthæðin er mjög góð og vönduð tæki í eldhúsi. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is.Nánari lýsing: Forstofa: komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og góðum þreföldum fataskápum. Falleg hurð með gleri aðskilur forstofu frá íbúðarrými.
Eldhús: eldhús eignarinnar er sérlega glæsilegt og vel útbúið með fallegri eikarinnréttingu og með granít á borðum. Góð eyja er í eldhúsinu með keramikhelluborði og borðviftu sem gengur ofaní borðið þegar hún er ekki í notkun. Fallegur ljósakappi með halogenlýsingu er fyrir ofan eyjuna. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp, og ofninn, örbylgjuofn, og kaffivél eru innbyggð í vegg. Laust eldhúsborð með granít á borði fylgir með. Góður gluggi er í eldhúsinu og gegnheilt parket er á gólfi.
Stofa: Stofa og borðstofa eru samliggjandi eldhúsi og í sama rými. Loftin eru upptekin og lofthæð mjög góð með halogenlýsingu. Gegnheilt parket er á gólfi og útgengt út á verönd frá stofunni.
Sjónvarpshol: frá stofu er búið að stúka af sjónvarpshol, möguleiki væri á að gera það að fjórða svefnherberginu. Gegnheilt parket er á gólfi.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi og mjög góðir fataskápar eru í tveimur þeirra.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með fallegri eikarinnréttingu og stórum vaski. Baðkar með sturtuaðstöðu. Salerni er upphengt og góður handklæðaofn er á baðherberginu.
Þvottahús: mjög góð innrétting með vaski er í þvottahúsi, flísar eru á gólfi og innangengt í bílskúr frá þvottahúsinu.
Bílskúr: innangengt er í bílskúr sem er skráður 35,8fm og er með flísalögðu gólfi.
Aðkoma: aðkoman er mjög falleg og bílaplan er steypt með munstursteypu og með hitaílögnum.
Niðurlag: Þetta er virkilega fallegt og vel skipulagt endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr og þremur svefnherbergjum á þessum vinsæla stað í Kópavogi. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is