Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir fallegt einbýlishús með bílskúr og aukaíbúð með sérinngangi á eftirsóttum stað í Suðurhlíðum Kópavogs við Skógarhjalla 9. Húsið er teiknað af Ívari Eysteinssyni arkitekt og byggt árið 1990, eignina byggði hann fyrir sig sjálfan. Eignin er skráð skv fmr.262,8fm og þar af er bílskúr 30fm og aukaíbúð 30 fm.
Eigninni hefur verið vel viðhaldið og er m.a með loftræstikerfum á hvorri hæð. Mikil lofthæð, stórir gluggar, vandaður frágangur, bogadregnar fallegar línur og stór og gróinn garður með heitum potti einkenna þetta sérstaka og fallega hús. Svefnherbergin eru fimm í aðalhúsi auk aukaíbúðar.
Efri hæð skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi auk Svefnherbergi með fataherbergi og geymslurými. Neðri hæð: fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsla/fataherbergi og rúmgott sjónvarpsherbergi þar sem gengið er út í gróinn garð með heitum potti.
Nánari lýsing
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og fallegum hvítum fataskápum, Gólfhiti.
Stofan og borðstofan: Glæsilegar og samliggjandi með mjög góðri lofthæð, fallegri loftaklæðningu og flísum á gólfi. Útgengt er út á rúmgóðar suðvestursvalir með frábæru útsýni.
Eldhúsið: Samliggjandi stofum með vandaðri innréttingu með stein á borðum, keramikhelluborði og uppþvottavél, flísar eru á gólfi og milli efri og neðri skápa, hiti í gólfi.
Svefnherbergi I: Viðarparket á gólfi, fataherbergi og geymslurými.
Svefnherbergi II: Viðarparket á gólfi.
Svefnherbergi III: Viðarparket á gólfi
Svefnherbergi IV: Viðarparket á gólfi, fataskápur
Svefnherbergi V: Viðarparket á gólfi, fataskápur
Baðherbergið I : Flísalagt í hólf og gólf, sturta með glerskilrúmi, hvít innrétting og upphengt salerni. Handklæðaofn.
Þvottahús: Rúmgott þvottahús með hvítri innréttingi með vaski. Epoxy á golfi. Inn af þvottahúsi er rúmgóð geymsla/fataherbergi.
Baðherbergið II: Flísalagt gólf, sturta með glerskilrúmi, baðkar, hvít innrétting og upphengt salerni. Handklæðaofn.
Bílskúr: Bílskúrinn er sérstæður með epoxy á gólfi, göngudyrum, rafmagnshurðaropnara og gluggum. Þriggja fasa rafmagn og vaskur.
Aukaíbúð: Fyrir neðan bílskúrinn er aukaíbúð með sérinngangi sem skiptist í baðherbergi með sturtu með glerskilrúmi og eitt aðalrými með eldhúsinnréttingu, keramikhelluborði, bökunarofn í vinnuhæð og gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingunni.Vélrænt útsog á baði og í eldhúsi.
Garður og aðkoma: Aðkoman að húsinu er falleg og hellulagt bílaplan rúmar tvo bíla. Nýr 9 fm geymsluskúr í garðinum og góðar verandir, skjólveggir, heitur pottur og fallegur gróður.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
20/02/2013 | 55.750.000 kr. | 54.500.000 kr. | 262.8 m2 | 207.382 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
200 | 208.1 | 164,9 | ||
200 | 227 | 169,9 | ||
203 | 241.8 | 184,9 | ||
203 | 254.4 | 189,9 | ||
203 | 267.3 | 189 |