ELKA lgf. s. 863-8813 og Fasteignasalan TORG kynna virkilega sjarmerandi 4ra herbergja rishæð við Hrísateig 16 í þríbýlishúsi á einum besta stað Reykjavíkur. Skráð stærð skv. FMR er 59,6 fm en gólfflötur er nokkuð stærri þar sem hluti er undir súð og geymsla í kjallara er ekki inní fermetratölu eignar.
Íbúðin skiptist í eldhús og samliggjandi stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Þvottahús og sér geymsla er í sameign á jarðhæð.Allar upplýsingar veitir Elka í síma 863-8813 eða á netfangið elka@fstorg.isNánari lýsing:
Komið er inn um sameiginlegan inngang af jarðhæð og þaðan gengið uppá 2. hæð hússins um nokkuð brattan stiga.
Gengið er inní alrými íbúðarinnar sem skiptist í hol, eldhús, borðstofu og stofu í opnu fallegu rými með útgengi á vestur-svalir.
Svefnherbergin eru þrjú og eru að hluta til undir súð, dúkur á gólfum herbergja.
Baðherbergið er lítið og nett, flísalagt með sturtuklefa og innréttingu.
Eldhús er með fallegri innréttingu og er í sameiginlegu björtu rými
með borðstofu og stofu. Útgengi á vestursvalir. Eikarparket er á stofu og eldhúsi.
Sameiginlegt þvottahús er staðsett í kjallara þar sem hver íbúð er með eigin vél og þar er líka sér geymsla fyrir risið sem er ekki inní fermetratölu eignar..
Húsið sjálft er í fínu ástandi, var málað fyrir ca 9 árum síðan og tröppur uppsteyptar á sama tíma. Skipt var um þak árið 2018 (litað ál) og fjórir gluggar endurnýjaðir. Styttist í að endurnýja þurfi glugga í svefnberbergi á vesturhlið ásamt baðherbergi.
Lagnir og dren var endurnýjað árið 2005, ný heimæð og brunnar endurnýjað. Húsið drenað og frárennslislagnir endurnýjaðar.
Hússjóður; 6.500 kr. á mánuði / engar yfirstandandi né fyrirhugaðar framkvæmdir.
Falleg og björt eign á vinsælum stað í hjarta Reykjavíkur. Steinsnar frá Laugardalnum, stutt í miðbæinn og alla þjónustu.
Frábær fyrstu kaup!Allar upplýsingar veitir Elka í síma 863-8813 eða á netfangið elka@fstorg.is