Fasteignaleitin
Skráð 24. okt. 2023
Deila eign
Deila

Fornavör 7

EinbýlishúsSuðurnes/Grindavík-240
163.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
72.900.000 kr.
Fermetraverð
446.144 kr./m2
Fasteignamat
63.550.000 kr.
Brunabótamat
69.650.000 kr.
Byggt 2005
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2278010
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upprunanlegt
Frárennslislagnir
upprunanlegt
Gluggar / Gler
upprunanlegir
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sólpallur
Upphitun
Hitaveita / golfhiti og ofnar.
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Stóri stofuglugginn þarfnast viðhalds, pússun og málning, timburgluggi. Viðhald á palli, pússa og bera á, Trebitt fylgir með. VIðhald að ytrabyrgði og mála.
Gallar
Brotin löm í eldhúsglugga. Slitinn vír / gormur í bilskúrshurð. Seljandi sér um það.
ALLT fasteignasala sími 560-5500 kynnir, Fornuvör 7 í Grindavík. Steinsteypt einbýlishús með tvöföldum bílskúr, þrjú svefnherbergi, gott bílastæði og rúmgóður sólpallur. Eignin var byggð árið 2005. Möguleiki að fjölga herbergjum í bílskúr.

Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Úr forstofu er gengið inn í stóran 47.8 fm bílskúr með rúmgóðu geymslulofti og í enda skúrs eru geymsla/búr og þvottahús. Þegar komið er inn í íbúð er eldhús á aflokað, hol sem nýst gæti sem sjónvarpshol og tvö rúmgóð barnaherbergi og rúmgott hjónaherbergi. Stofa/borðstofa og þaðan er útgengt út á stóran pall með skjólveggjum með geymsluskúr á pallinum. 

Aðkoma: Hellulögð innkeyrsla að bílskúr og fyrir framan hús. Stétt að inngangi hússins er steypt. Hitalögn er undir bílastæði og tröppum. 

Forstofa: Flísalagt gólf og fataskápur. Gólfhiti er í forstofu.

Stofa/borðstofa: Gegnheilt parket á gólfi. Gluggar snúa í austur og suður. Útgengt er úr stofu á stóran aflokaðan pall.

Eldhús: Innréting lökkuð með eldavél og viftu. Innbyggð uppþvottavél. Innrétting er með marmaraborðplötum. Flísar á gólfi og gólfhiti.

Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir og er gólfhiti í rýminu. Horn baðkar og er sturta í baðkari. Ágæt innrétting með góðu skápaplássi. Upphengt salerni.

Svefnherbergi: Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og er plastparket á gólfum, nýlegt parket á öðri barnaherberginu. Hjónaherbergi er mjög stórt og eru rúmgóðir skápar þar. 

Þvottahús: Þvottahús er inn af bílskúr. Innréttting og er rými fyrir  þvottavél og þurrkara í góðri vinnuhæð. Útgengt er frá þvottahúsi út á timburpall göngupall sem snýr í austur.

Bílskúr: Bílskúr er  með rafmagni og heitu og köldu vatni - Tvær innkeyrsluhurðir með fjarstýrðum opnara. Gólf er lakkað. Mjög rúmgott.

Geymsla/búr: Inn af bílskúr er góð geymsla með skápum og hillum sem hægt er að nýta sem búr. Flísalagt gólf. Lagnir eru í rýminu fyrir uppsetningu á vaski. Auðvelt er að stækka geymslu og hafa fjórða herbergið.

Lóð:  Lóðin er frágengin og er hellulagt fyrir framan húsið og svo er stór pallur fyrir vestan húsið og er útgengt úr stofu. Góðir skjólveggir og rúmgóður geymsluskúr er á palli. Lýsing er á pallinum. Við útgang út af palli að götu eru blómabeð. Einnig er pallur fyrir aftan húsið án skjólveggja sem snýr í austur. 

Eignin er staðsett í útjaðri bæjarins, stutt í Grunnskóla Grindavíkur. Stutt í útivist og náttúru. Róleg og góð gata. 

Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is.

 
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Víkurbraut 62,  240 Grindavík - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/03/201943.100.000 kr.45.800.000 kr.163.4 m2280.293 kr.
25/05/201224.150.000 kr.27.000.000 kr.163.4 m2165.238 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 2005
48.7 m2
Fasteignanúmer
2278010
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
14.600.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Páll Þorbjörnsson
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Suðurhóp 1
Bílastæði
Skoða eignina Suðurhóp 1
Suðurhóp 1
240 Grindavík
106.7 m2
Fjölbýlishús
32
655 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Víkurhóp 39
Bílskúr
Skoða eignina Víkurhóp 39
Víkurhóp 39
240 Grindavík
123.6 m2
Raðhús
313
566 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Víkurhóp 39
Bílskúr
Skoða eignina Víkurhóp 39
Víkurhóp 39
240 Grindavík
123.6 m2
Raðhús
313
566 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Mávahlíð 13
Bílskúr
Skoða eignina Mávahlíð 13
Mávahlíð 13
240 Grindavík
188.3 m2
Parhús
514
398 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache