RE/MAX Senter kynnir 7 herbergja raðhús að Ósabakka 5 í Reykjavík. Húsið er á pöllum og býður upp á mikla möguleika í herbergjaskipan. Útsýni er af vestur svölum út frá stofu. Eigninni fylgir bílskúr. Göngufæri er í leikskóla, grunnskóla, íþróttaiðkun, sundlaug og ýmsa þjónustu og verslanir. Göngu- og hjólastígar eru um hverfið og afar stutt er í Elliðaárdalinn.Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi, opið rými sem áður voru tvö herbergi, fataherbergi, baðherbergi, geymslu og bílskúr. Íbúðareignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 211,2 m2. **VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SKOÐUN MIÐVIKUDAGINN 22.03.2023Smelltu hér til að ferðast um eignina í ÞRÍVÍDDSöluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er með gráum vínylflísum á gólfi sem flæða inn á gestasalerni og inn í eldhús. Svartur fataskápur með speglahurðum.
Gestasalerni er með ljósum flísum upp veggi og vínylflísum á gólfi. Opnanlegt fag og gluggi uppundir loft á milli gestasalernis og forstofu. Salerni, handlaug og lúga í ruslageymslu.
Eldhús er með "U" laga innréttingu, filmuð háglans hvít. Gott skápapláss og búrskápar. Flísar milli efri og neðri skápa. Grá borðplata. Háfur ofan við helluborð. Aðstaða og tengi fyrir uppþvottavél. Gott pláss fyrir eldhúsborð og stóla.
Stofa er á efsta palli, gengið upp nokkrar tröppur (án gólfefna). Opin og björt stofa með útgengi út á svalir til vesturs. Hlaðinn arinn í stofu og svartar gólfflísar næst honum. Sólbekkir úr svörtum stein. Inn af stofu er borðstofa og sjónvarpsrými skv. teikningu. Parket á gólfum.
Borðstofa er í opnu rými með stofu. Möguleiki er að búa þar til herbergi eða færa eldhús upp.
Baðherbergi er á næstu hæð fyrir neðan götuhæð. Flísalagt í hólf og gólf. Hvítar flísar upp veggi og dökkgráar á gólfi og upp bað. Baðkar, sturta, handklæðaofn, handlaug og upphengt salerni. Svört borðplata og hvít skápaeining undir handlaug. Ragmagnshiti í gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með útgengi út í garð. Harðparket á gólfi.
Barnaherbergi er gegnt hjónaherbergi. Harðparket á gólfi.
Hol á milli svefnherbergjanna er opið í dag. Hægt er að reisa þar að nýju tvö herbergi eins og upphaflegar teikningar segja til um.
Fataherbergi/Sjónvarsherbergi er á vinstri hönd þegar gengið er niður tvö þrep. Fataskápar með rennihurðum fylla einn vegg. Herbergið er merkt "föndur" á teikningu. Ljósar gólfflísar á holi og þessu rými.
Herbergi á sama palli er með harðparketi á gólfi og opnanlegu fagi. Var áður tvö rými, en er nú eitt. Er merkt "geymsla" og "þvottur" á teikningu.
Þvottahús er inn af flísalögðu holi. Þar er lagnagrind hússins og útgengi út að framanverðu. Hvít innrétting með vaski. Þvottavél og þurrkari í vinnuhæð. Gráar vínylflísar á gólfi.
Geymsla er inn af þvottahúsi. Dúkur á gólfi, lofttúða og rafmagnstafla fyrir húsið.
Bílskúr er skráður 22,5 m2. Eldri bílskúrshurð, án sjálfvirkrar hurðaopnara. Hillur og borð með vaski (heitt og kalt vatn) og ofn.
Garður er gróinn framan og aftan við hús. Framan við hús er hellulagt plan (tveir bílar) og steypt beð með fjölærum plöntum. Aftan við hús er hellulagður garður að hluta og við tekur gras og trjágróður. Viðarskjólgirðing rammar inn garðinn aftan við hús og hlið er á girðingur niður í Prestbakka.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-