Mávahlíð 17, 105 Reykjavík er vel skipulögð 2ja herbergja risíbúð í steinsteyptu fjölbýlishúsi sem byggt er 1946. Íbúðin skiptist í svefnherbergi, baðherbergi, stofa og eldhús mynda opið alrými. Eignin er skv. Þjóðskrá Íslands 28,3 fermetrar en ath. að gólfflötur er mun stærri en skráðir fermetrar gefa til kynna þar sem mikið er undir súð. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og var skipt um allt gólfefni, rafmagn endurnýjað og eldhús allt endurnýjað með nýrri innréttingu og tækjum árið 2021. Húsið hefur verið ágætilega viðhaldið síðustu ár og var allt rafmagn endurnýjað í sameign fyrir nokkrum árum og þá var húsið steinað að utan á síðasta ári.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 28,3 fm
Nánari lýsing:
Anddyri: komið er inn í anddyri með parketi á gólfum
Stofa: er opin með eldhúsi og með parketi á gólfum
Eldhús: með hnotu innréttingu, vönduðum tækjum og parket á gólfum
Svefnherbergi: bjart og mikið undir súð með parket á gólfum
Baðherbergi: með vask, baðkari, og flísum gólfi.
Þvottaherbergi: í sameign með tengi fyrir þvottavel
Íbúðin er staðsett á góðum stað í Hlíðunum þar sem stutt er alla helstu þjónustu og verslanir.
- - -
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Procura fasteignasölu í síma 497 7700, fasteignir@procura.is og Ásgeir Þór löggiltur fasteignasali í tölvupósti asgeir@procura.is
- - -
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
- - -
Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.500 kr. fyrir hvert skjal.
Kynntu þér
fasteignaþjónustu Procura og
nýja þjónustu okkar við leit að fasteign fyrir þig.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.