Hraunhamar kynnir: Mjög fallegt einbýli vel byggt á einni hæð með innbyggðum rúmgóðum bílskúr samtals 209.5 fm á þessum vinsæla stað í Setberginu Hafnarfirði.Húsið er staðsett innarlega í botnlagna. Falleg aðkoma. Húsið skiptist m.a. þannig: Forstofa með skáp, hol, óvenju rúmgóð björt
stofa og borðstofa með útgang út í garðinn. Góð
gestasnyrting. Stórt fallegt bjart
eldhús er í miðrými hússins, snyrtilegar vandaðar innréttingar,
flísar á milli skápa, eyja með háfi, rúmgóð
borðstofa við eldhús.
Svefnálma: Rúmgott
sjónvarpshol, gert ráð fyrir
arni (skorsteinn er til staðar) Tvö rúmgóð barnaherbergi með skáp. Rúmgott
hjónaherbergi með skáp. Rúmgott
baðherbergi með fínni sturtuaðstöðu og baðkari, upphengt salerni, flísar í hólf og gólf. Gluggi. Frá
holi er síðan gengið út á
verönd og garðinn, en undir veröndinni er
sökkull fyrir sólstofu og eða herbergi. Innangengt er í rúmgóðan bílskúrinn frá rúmgóðu
þvottaherberginu en þar er sérútgangur.
Parket, flísar og dúkur á gólfum.Húsið er skráð samkvæmt þjóðskrá 209,5 fm þar af er bílskúrinn 42,6 fm og íbúðarhús 160,1 fm síðan er sólskáli 6,8 fm (er sökkull í dag) samtals 209,5 fm.
Möguleiki er að gera herbergi þar sem væntanlegur sólskáli á að vera. (er samkv.teiknngu)Garðurinn er fallegur og allur vel gróinn með háum trjám við lóðarmörk. Geymsluskúr er á lóðinni.
Hellulagt bílaplan og gangstígar.Nánari uppl gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 helgi@hraunhamar.isFreyja M Sigurðardóttir lgf. s. 862-4800 freyja@hraunhamar.isHraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023.
Hraunhamar, í farabroddi í 40 ár.Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat. - www.Hraunhamar.is