**Nýtt og fallegt einbýli á einni hæð á frábærum stað í Þorlákshöfn**Hraunhamar fasteignasala og Ársæll lögg.fasteignasali S:896-6076 kynna til sölu nýtt og glæsilegt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með sólríkum og skjólsælum suðurgarði ásamt stórum 46,2 fm innbyggðum bílskúr við Þurárhraun 10 í Þorlákshöfn. Samkv. birtum fm er eignin samtals 189 fm og þar af er bílskúr 46,2 fm.
Húsið er smíðað úr forsmíðuðum einingum frá Þil ehf, á Selfossi.
Mjög góð staðsetning á rólegum og fjölskylduvænum stað í Þorlákshöfn þ.s stutt er í grunn og leikskóla, íþróttahús, sundlaug, á íþróttasvæði Ægis og í helstu verslun og þjónustu á staðnum.
Samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir eftirfarandi skipulagi: Forstofa, 4 svefnherbergi með fataskápum, stofa með útgengi út í garð, eldhús í alrými, baðherbergi með útgengi á baklóð, gestasnyrting, þvottahús,bílskúr, geymsla inn af bílskúr. Geymsluloft er yfir húsinu.
Eignin afhendist fullbúin að utan og fokheld að innan með ófrágenginni lóð. Húsið er klætt að utan með grárri álbáru. Húsið er klætt að utan með grárri álbáru. ATH. myndirnar eru af sambærilegu húsi. Klæðningin á Þurárhraini 12 verður sú sama en í ljósari lit.
Mjög góð staðsetning í ystu götunni. Þorlákshöfn er fjölskylduvænn bær og í næsta nágrenni eru skóli, leikskóli, Íþróttafélagið Þór og Ægir knattspyrnufélag, sundlaug, matvöruverslun o.fl. Örstutt er út á stofnbrautir og í 30 - 40 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Kjörorð Þorlákshafnar er: Hamingjan er hér.
Kaupendur greiða skipulagsgjald 0,3% af brunbótamati þegar það verður lagt á.
Hönnun: Hildur Bjarnadóttir Arkitekt
Einingar: Þil ehf. Selfossi.
Seljendur eru opin fyrir skiptum á ódýrari eign.Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið arsaell@hraunhamar.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.