ALLT Fasteignasala kynnir til sölu glæsilega þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Dalshverfi, einu vinsælasta hverfi Reykjanesbæjar. Húsið var byggt árið 2019 og er með lyftu, sérgeymslu á jarðhæð og sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Íbúðin er í göngufæri við nýjan grunnskóla. Frábær staðsetning fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem vilja bjarta og rúmgóða íbúð með góðu skipulagi.Upplýsingar um eignina:Íbúð númer 207. og er næst við endaíbúð.
Stærð: Birt stærð samtals
80,6 m², þar af íbúð 75,0 m² og sérgeymsla 5,6 m².
Tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með fataskápum.
Rúmgóð og björt stofa með stórum gluggum í suðvesturátt.
Rúmgóðar innfeldar svalir meðfram allri íbúðinni alls 15.5 fm.
Eldhús með hvítri innréttingu, opið inn í stofu, með rými fyrir háan ísskáp og uppþvottavél. Nýlegar vandaðar steinborðplötur frá Granítsmiðjunni í eldhúsi auk steins á milli skápa og gluggakistu.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi, upphengdu salerni og innbyggðri sturtu. Innrétting hefur verið stækkuð og settur náttúrusteinn frá Granítsmiðjunni ásamt undirlímdum vask. Settir efriskápar. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Vandaðar innréttingar frá HTH í eldhúsi og baðherbergi með nýlegum vönduðum steinborðplötum í eldhúsi og baðherbergi, auk steins á milli skápa í eldhúsi, með undirlímdum vöskum.
Allir sólbekkir úr stein frá Granítsmiðjunni.
Vandaðar hvítar innihurðir.
Sérgeymsla á jarðhæð ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Húsið og umhverfið:Fallegt fjölbýlishús með lyftu, byggt árið 2019.
Næg bílastæði í sameign, þar af tvö merkt fötluðum.
Sameiginleg bílhleðslustöð.
Sameiginlegur garður sem snýr í suðvestur.
Frábær staðsetning í göngufæri við nýjan grunnskóla og aðra þjónustu.
Nánari upplýsingar og skoðun:Elín Frímanns, löggiltur fasteignasali – s: 867 4885
elin@allt.isPáll Þorbjörnsson, löggiltur fasteignasali - s 560-5501
pall@allt.isÞessi íbúð er tilvalin fyrir þá sem vilja bjarta, rúmgóða og vel skipulagða íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi með lyftu á vinsælum stað í Reykjanesbæ.
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.